Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 12

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 12
HSP Samverustund: Íslensku dýrin mín Höf: Hrefna Marín Sigurðardóttir Samverustund er bókaröð fyrir yngsta aldurshópinn. Markmið bókanna er einfalt, þegar börn eru umvafin kærleik og nánd, fá alla okkar athygli og tíma, skapast mikilvægustu samverustundir barnæskunnar. Undurfagrar vatnslitamyndir kæta lesendur á hverri opnu. 16 bls. Unga ástin mín IB Skírnarbiblían Höf: Sally Ann Wright Myndh: Jayne Schofield Þessi fallega myndskreytta barnabiblía inniheldur þekktar biblíusögur og bænir. Í bókina er einnig hægt að skrá upplýsingar um fyrsta ár barnsins. 148 bls. Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið IB Skjóða Fyrir jólin Höf: Anna Bergljót Thorarensen Myndh: Andrea Ösp Karlsdóttir Skjóða er dóttir tröllskessunnar Grýlu sem tannburstar sig bara einu sinni á ári og Leppalúða sem bakar bestu kanilsnúða í heimi. Skjóða á fleiri en 100 systkini og 13 þeirra þekkir þú vel því jólasveinarnir eru bræður Skjóðu. Sagan hefst í Grýluhelli þar sem Skjóða er að undirbúa jólin en þegar jólakötturinn eignast kettlinga fer allt úr skorðum. 56 bls. Salka IB Sóley og Fífa fara í berjamó Höf: Þorbjörg Sandra Bakke Frænkurnar Sóley og Fífa eru bestu vinkonur en búa í sitthvorum landshlutanum. Það er því mikil eftirvænting þegar þær hittast. Í bókinni segir frá vináttu þeirra, fallegum samskiptum, fuglum, blómum, náttúrunni og auðvitað berjunum! Sóley og Fífa fara í berjamó er fyrsta sagan í nýjum bókaflokki um þessar lífsglöðu og forvitnu frænkur. 34 bls. Samofið IB Stærsti og furðulegasti ævintýrabíll heimsins Hín ótrúlega saga Höf: Sven Maria Schröder Þýð: Ásmundur Helgason og Elín G. Ragnarsdóttir Brúnó er ægilega stoltur af litla rauða bílnum sínum. En í umferðinni eru svo mikil læti; fólk að flauta og kalla – og svo, „búmm“! Það verður árekstur. Árekstur! Enginn slasast, en bíllinn er ónýtur. Og hvað nú? Brúnó fær snilldarhugmynd. Hann og vinir hans smíða nýjan og brjálaðan bíl úr beygluðum bílflökum. Þeir eru óstöðvandi. 32 bls. Drápa IB Söguhljómsveitin Pétur og úlfurinn Höf: Sergei Prokofíev Myndir: Jessica Courtney-Tickle Endurs: Helen Mortimer Þýð: Silja Aðalsteinsdóttir Eru systkinin Pétur og Soffía nógu hugrökk til að bjarga smáfuglinum, öndinni og kettinum hans afa þegar úlfurinn grimmi ógnar þeim? Ýttu á nótuna á hverri opnu og láttu söguna sígildu um Pétur og úlfinn – og töfrandi tónlist Prokof íevs – lifna við. 26 bls. Forlagið - Mál og menning IB Pétur sjóræningi Höf: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Pétur vissi að hann væri alvöru sjóræningi. Alvöru sjóræningjar eru með sverð, hatt, páfagauk á öxlinni, staurfót og ýmislegt fleira. Pétur vildi fá svoleiðis. Pabbi og mamma létu það eftir honum. Eitt fékk Pétur þó ekki. Hvað var það sem Pétur fékk ekki? Þú kemst að því ef þú lest þessa bók. Heimildarmyndir - Dreifing: BF-Útgáfa IB Rauði fiskurinn Höf: Sigrún Guðjónsdóttir Myndh: Sigrún Guðjónsdóttir Simbi er eini rauði fiskurinn í himinbláu hafi. Hann leggur upp í ferðalag í von um að finna fleiri fiska sem eru eins og hann. Lesandinn fylgir Simba um heit höf og köld - stundum er hann hræddur, stundum hrifinn, en alltaf vongóður um að ná markmiði sínu: að finna lítinn, rauðan leikfélaga og höndla hamingjuna. Einnig fáanleg á ensku. 40 bls. Bókabeitan IB Saman Bók með litlum gluggum sem opna inn í styrkinn og fegurðina sem fylgir því að vera saman. Höf: Emile Chazerand Myndir: Amandine Piu Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Þessi fallega bók er bæði ljúf og áhrifarík, með litlum gluggum sem opna inn í styrkinn og fegurðina sem fylgir því að vera saman. 52 bls. Drápa HSP Samverustund: Hlutirnir mínir Höf: Hrefna Marín Sigurðardóttir Samverustund er bókaröð fyrir yngsta aldurshópinn. Markmið bókanna er einfalt, þegar börn eru umvafin kærleik og nánd, fá alla okkar athygli og tíma, skapast mikilvægustu samverustundir barnæskunnar. Undurfagrar vatnslitamyndir leika við lesendur á hverri opnu. 16 bls. Unga ástin mín B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort12 Barnabækur  MYNDRÍK AR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.