Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 18
IB
Jólabókaormurinn
Höf: Gunnar Theodór Eggertsson og Yrsa Þöll
Gylfadóttir
Myndh: Hafsteinn Hafsteinsson
Þið kannist við jólaköttinn en hafið þið heyrt um
jólabókaorminn? Hann er nefnilega alveg jafnslæmur,
nema hann étur bara þá sem fá ekki bók í jólagjöf!
Hafdís og Tómas þekkja söguna en hafa engar
áhyggjur því í þorpinu gefa allir bækur. En hefur
nokkur séð jólabókaorminn? Er hann til í alvörunni?
Systkinin ákveða að skoða þetta nánar ...
72 bls.
Bókabeitan
IB
Jólahreingerning englanna
Höf: Elín Elísabet Jóhannsdóttir
Myndh: Búi Kristjánsson
Englarnir Trú, Von og Kærleikur eru í vinnu hjá
Guði. Verkefni þeirra er að taka til í veröldinni
fyrir jólin. Með englaaugunum sínum sjá þeir af
hverju mannlífið er ekki alltaf friðsælt og gott. Á
vegi þeirra verða ýmsar furðuverur. Á augabragði
hreinsa þeir til í veröldinni svo allir geti átt
friðsæl og gleðileg jól. Fyrir allan aldur.
48 bls.
Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið
SVK
Lestu sögu á 10 mínútum!
Konungur dýranna
Höf: Stefano Bordiglioni
Skemmtileg myndskreytt saga miðuð við
yngstu lesendurna. Textinn er 400-500 orð og
skilningsverkefni eru í lok sögunnar.
33 bls.
Rósakot
IB
Hundmann - Hverjum kúlan rúllar
Höf: Dav Pilkey
Þýð: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Hundmann er engum líkur. Þetta er sjöunda
bókin í bókaflokknum um hann. Fáar ef nokkrar
bækur eru jafn fyndnar og Hundmann og er
leit að vinsælli barnabókum í heiminum.
236 bls.
Bókafélagið
SVK
Lestu sögu á 10 mínútum!
Hver stal kórónunni?
Höf: Stefano Bordiglioni
Skemmtileg myndskreytt saga miðuð við
yngstu lesendurna. Textinn er 400-500 orð og
skilningsverkefni eru í lok sögunnar.
33 bls.
Rósakot
IB
Írissa og Issi eignast kajak
Höf: Guðný Anna Annasdóttir
Myndh: Páll Jóhann Sigurjónsson
Systkinin Írissa og Issi búa í Hafnarfirði. Pabbi
þeirra hann Mundi, gefur þeim óvænta og
skemmtilega gjöf. Gjöfin kemur systkinunum
í kynni við álfana á Torfaskeri.
31 bls.
Gudda Creative
IB
Ísadóra Nótt fer í brúðkaup
Höf: Harriet Muncaster
Þýð: Ingunn Snædal
Ísadóra á að vera brúðarmær í brúðkaupi frænku sinnar
og hún er svo spennt. En þegar óþekka eldri frænka
hennar gerir óskunda lítur út fyrir að þessi fallegi
dagur geti farið út um þúfur. Getur Ísadóra passað
að allt fari vel …? Full af skemmtilegum verkefnum
og hlutum til að búa til með Ísadóru og Bleiku.
160 bls.
Drápa
IB
Ísadóra Nótt hittir tannálfinn
Höf: Harriet Muncaster
Þýð: Ingunn Snædal
Ísadóra er með lausa tönn! Vampírur ramma
vígtennurnar sínar inn en álfar gefa tannálfinum
sínar tennur. Ísadóra veit ekki hvað hún á
að gera þar til kvöld eitt þegar hún kynnist
töframús sem heitir Snotra. Með hjálp Snotru
getur Ísadóra komið sér upp eigin glænýrri
hefð sem er einstök, alveg eins og hún!
128 bls.
Drápa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort18
Barnabækur SK ÁLDVERK
Styðjum við lesskilning barna, ræðum
textann hvort sem við lesum fyrir börn
eða þau lesa sjálf.
Drögum saman aðalatriðin
í fáum orðum
• sagan er um persónuna
• og gerist á staðnum
• það mikilvægasta var