Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 14
Barnabækur
SKÁLDVERK
IB
24 dagar til jóla
Höf: Særún Hlín Laufeyjardóttir
Hrafnhildur Apríl er sannkallað jólabarn
og elskar undirbúning jólanna. Á hverjum
degi í desember opna hún og systir hennar
fjölskyldudagatal sem hjálpar þeim að stytta biðina
eftir jólunum. Bókin fjallar um samverustundir
fjölskyldunnar í aðdraganda jólanna.
54 bls.
Óðinsauga útgáfa
IB
Spæjarastofa Lalla og Maju
Afmælisráðgátan
Höf: Martin Widmark
Myndir: Helena Willis
Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir
Í afmælisveislu Múhameðs Karat fer rafmagnið
skyndilega af matsalnum og í niðamyrkrinu hverfur
demantshálsfesti Barböru konu hans! Sem betur
fer eru spæjararnir Lalli og Maja í veislunni – en
hér er á ferð skúrkur sem svífst einskis. Spennandi
ráðgáta með litmyndum á hverri opnu. Frábær
bók fyrir þau sem vilja byrja að lesa sjálf.
94 bls.
Forlagið - Mál og menning
IB
Amma nammigrís: Engin venjuleg amma
Höf: Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir
Myndh: Gerður Steinarsdóttir
Hjartnæm og fyndin barnabók sem segir frá
ömmu sem hoppar á trampólíni, gerir kollhnísa
og getur borðað ótrúlegt magn af nammi. Það
sem er hinsvegar farið að gerast hjá ömmu
í dag er að hún er farin að gleyma.
36 bls.
Viskukorn
KIL
Heyrðu Jónsi!
Bekkjarferðin
Höf: Sally Rippen
Bekkurinn hans Jónsa greiðir atkvæði um
hvort þau vilji fara í bíó, Húsdýragarðinn
eða Ævintýragarðinn. Jónsi á erfitt með að
ákveða sig en tekst það að lokum?
42 bls.
Rósakot
IB
Þegar dýrin bjóða góða nótt
Þýð: Helgi Jónsson og Anna Margrét Marinósdóttir
Hvað gera dýrin áður en þau bjóða góða
nótt? Hjúfraðu þig upp að smáfólkinu þínu
og svífið saman inn í draumaheima með
dýrunum undir stjörnuprýddum himni.
30 bls.
Sögur útgáfa
SVK
Sokkalabbarnir
Æsa raknar upp af reiði
Höf: Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Myndh: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Æsa er í óðaönn að byggja flottan sandkastala
þegar Fjóla mætir og byrjar að moka.
Fljótlega fer allt í háaloft, veðrið snarversnar
og Æsa raknar upp af reiði!
20 bls.
Bókabeitan
IB
Æ-æ, Nikó – Háttatími
Höf: Chris Chatterton
Þýð: Margrét Gunnarsdóttir
Það er ekki alltaf auðvelt að koma sér í háttinn!
Hjálpaðu Nikó að bursta tennurnar, finna
uppáhaldsbangsann sinn og sofna vært í
þessari þroskandi bók fyrir yngstu börnin.
Tog- og flipabók sem eflir hreyfifærni. Einnig í
bókaflokknum um Nikó: Æ-æ, Nikó - Í sundi.
10 bls.
Ugla
IB
Æ-æ, Nikó – Í sundi
Tog- og flipabók
Höf: Chris Chatterton
Þýð: Margrét Gunnarsdóttir
Það er ekki alltaf auðvelt að læra að synda! Hjálpaðu
Nikó að finna sundskýluna, skvetta og synda með
vinum sínum í þessari þroskandi bók fyrir yngstu
börnin. Tog- og flipabók sem eflir hreyfifærni. Einnig
í bókaflokknum um Nikó: Æ-æ, Nikó - Háttatími.
10 bls.
Ugla
IB
Þegar litla systir kom í heiminn
Höf: Hrönn Valentínusdóttir
Myndh: Þórir Karl Celin
Bókin fjallar um tilfinningar og hræðslu hjá barni sem
er að fara að eignast lítið systkini, óttann við að vera
ekki lengur aleitt með mömmu og pabba. Reynsla
barnsins er ein af birtingarmyndum kvíða og bókin
getur nýst sem handbók fleirra sem vinna með börnum
og foreldrum/forráðamönnum. Opnar spurningar
fylgja hverri opnu sem hvetja til umræðu
17 bls.
Bókaútgáfan Hrönn
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort14
Barnabækur SK ÁLDVERK Barnabækur MYNDRÍK AR
Skáldverk