Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 29

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 29
IB Allar litlu lygarnar Höf: Eva Björg Ægisdóttir Ung velgengnishjón láta lífið af skotsárum á heimili sínu frá tveimur dætrum, kornabarni og unglingsstúlku. Tuttugu árum síðar leitar sú eldri til sálfræðings. Hvað gerðist á þessu mikla fyrirmyndarheimili? Hvers vegna töldu ýmsir innan lögreglunnar að ekki hefðu öll kurl komið til grafar í málinu? 344 bls. Veröld IB RAF Allt frá hatti oní skó Höf: Einar Már Guðmundsson Saga sem dansar á mörkum minninga og skáldskapar: Haustið 1979 heldur Haraldur til Kaupmannahafnar í þeim tilgangi að verða skáld. Á vegi hans verða ótal skrautlegar persónur, ný viðhorf, skáldskapur og tónlist, allt umleikið órólegum anda níunda áratugarins þegar allt breyttist – og til varð nýtt skáld. Litrík saga úr frjóum sagnaheimi Einars Más. 216 bls. Forlagið - Mál og menning IB Allt sem við hefðum getað orðið Höf: Sif Sigmarsdóttir Þrjár konur. Leyndarmál leiðir þær saman. Blaðamaðurinn Lilja fær veður af því að hún sé líklegt fórnarlamb niðurskurðar. Þegar henni er falið að fjalla um nýútkomna bók um Annie Leifs, eiginkonu tónskáldsins Jóns Leifs, vakna hjá henni grunsemdir. Getur verið að mislyndi skjalavörðurinn á Landsbókasafninu sé að spila með hana? 308 bls. Benedikt bókaútgáfa IB Andlit Höf: Bjarni M. Bjarnason „Telst með okkar bestu skáldævisögum,“ ritar Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur í eftirmála bókarinnar. Hér segir Bjarni M. Bjarnason frá því hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur á áttunda áratug síðustu aldar, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki. Saga full af húmor, trega og hlýju. 439 bls. Veröld IB Andrými kviksögur Höf: Eiríkur Jónsson Sögur þessarar bókar kallar höfundur kviksögur. Þær eru gjarnan óvæntar og skrítnar, sumar sannar og aðrar augljóslega lognar. Sögurnar spretta úr kviku tilverunnar, staða mannsins í heiminum er hér sínálægt viðfangsefni, en eru annars síkvikar í eðli sínu og efni. 112 bls. Bjartur Skáldverk ÍSLENSK RAF HLB 18 rauðar rósir Höf: Unnur Lilja Aradóttir Ung kona hverfur af hóteli í sveitinni og enginn virðist sakna hennar. Nýaðflutta lögreglukonan Ásta rannsakar málið og flækist um leið í þrjátíu ára gamalt mannshvarf. Fljótlega koma myrk leyndarmál bæjarins í ljós – og fortíðin lætur engan í friði. 07:00 klst. Storytel Original KIL Afleggjarinn Höf: Auður Ava Ólafsdóttir Tvítugur karlmaður heldur út í heim með þrjá rósaafleggjara meðferðis. Heima skilur hann eftir kornabarn sem hann eignaðist með vinkonu vinar. Ófyrirsjáanlegir atburðir taka völdin á meðan hann glímir við karlmennsku sína, líkama, málfræði, ást, matargerð og rósarækt. Afleggjarinn sló eftirminnilega í gegn og hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál. 295 bls. Benedikt bókaútgáfa IB Aftenging Höf: Árni Helgason Fimm gamlir vinir ákveða að kúpla sig út úr amstri hversdagsins og bregða sér um helgi út í eyjuna Grið. Ferðin tekur hins vegar óvænta stefnu þegar fréttir um mikinn gagnaleka fara að berast í gegnum stopult netsamband. Hvöss en glettin saga úr samtímanum. 255 bls. Bjartur IB RAF HLB Alfa Höf: Lilja Sigurðardóttir Hröð og viðburðarík spennusaga úr nálægri framtíð. Heimurinn er breyttur, að mörgu leyti til batnaðar. Gervigreindin Alfa stýrir samfélaginu og leysir úr öllum málum en sjö manna teymi sér um að allt gangi smurt. En ekki vilja allir lúta stjórn og þegar einn uppreisnarseggurinn lætur lífið við undarlegar aðstæður verður ljóst að eitthvað býr undir. 339 bls. Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 29GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Skáldverk  ÍSLENSK Skáldverk   Íslensk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.