Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 49
KIL
Sporbaugar
Höf: Samantha Harvey
Þýð: Árni Óskarsson
Booker-verðlaunabók ársins 2024. Í þessari
skáldsögu er lýst sólarhring í lífi sex geimfara á ferð
um sporbauga jarðar. Brugðið er upp svipmyndum
af jarðnesku lífi þeirra en umfram allt er bókin þó
um einstaka upplifun af því að fara um geiminn á
ógnarhraða. Hrífandi lofsöngur til umhverfis okkar
og jarðarinnar, ritaður á fögru, litríku máli.
199 bls.
Ugla
KIL
Stóra fagra frábæra líf
Höf: Emily Henry
Þýð: Harpa Rún Kristjánsdóttir
Í grípandi og nýrri skáldsögu eftir Emily
Henry keppast tveir höfundar um tækifærið
til að skrifa sögu stórbrotinnar konu sem er
með þó nokkra ása uppi í erminni.
477 bls.
Króníka
KIL
Sögur á sveimi
Höf: Ann Cleeves
Þýð: Ragnar Hauksson
Tíu árum eftir að Jeanie Long var sakfelld fyrir
morðið á hinni 15 ára gömlu Abigail Mantel koma
fram upplýsingar sem sanna sakleysi hennar. En
Jeanie treystir sér ekki til að horfast í augu við
allt fólkið í þorpinu sem trúði því að hún gæti
myrt unga stúlku og fremur sjálfsmorð áður
en sleppa átti henni úr fangaklefanum.
460 bls.
Ugla
KIL RAF
Tímaráðuneytið
Höf: Kaliane Bradley
Þýð: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir
Kona fær það starf að aðstoða einstaklinga flutta
úr fortíðinni við að aðlagast nútímanum. Graham
Gore, sjóliðsforingi úr heimskautaleiðöngrum
nítjándu aldar, er sá fyrsti sem hún tekur á
móti og fljótt takast með þeim eldheitar ástir.
Rómantík, njósnir og tímaflakk – áleitin frásögn
um það að tilheyra tilteknum stað og tíma.
384 bls.
Forlagið - Mál og menning
SVK
Tímaskjól
Höf: Georgi Gospodinov
Þýð: Veska A. Jónsdóttir og Zophohías O. Jónsson
Þriðja skáldsaga eins athyglisverðasta höfundar
evrópskra samtímabókmennta. Bókin kom fyrst út í
Búlgaríu 2020 og var verðlaunuð af menningarsjóði
landsins sem skáldsaga ársins, en hún hefur síðan
hlotið margvíslegar viðurkenningar og ber þar
hæst Alþjóðlegu Booker-verðlaunin 2023.
415 bls.
Dimma
KIL RAF
Skógarhögg
Geðshræring
Höf: Thomas Bernhard
Þýð: Hjálmar Sveinsson
Menningarelíta Vínar er samankomin í
kvöldverðarboði. Í dimmu skoti situr maður sem
á vart eftir að segja aukatekið orð allt kvöldið
en fer í huganum með hamslausa einræðu um
tilgerð og tækifærismennsku gesta og gestgjafa,
fólks sem hann hafði sagt skilið við 20 árum
áður – en getur þó ekki alveg slitið sig frá.
Sprenghlægileg og ögrandi skáldsaga.
219 bls.
Forlagið - Mál og menning
KIL
Skrifað í skýin
Höf: Jenny Colgan
Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir
Þegar Morag MacIntyre neyðist til að nauðlenda
lítilli flugvél í fárviðri á einangraðri eyju þar
sem enginn býr nema einn fýldur karl, nokkrar
hænur og ein geit breytist allt. Sambandslaus
við umheiminn verður Morag að staldra við og
horfast í augu við að mögulega hefði hún gott
af því að komast í svolítið jarðsamband.
376 bls.
Angústúra
KIL RAF
Sofðu vært
Höf: Cilla Börjlind og Rolf Börjlind
Þýð: Hilmar Helgu- og Hilmarsson
Sofðu vært er fjórða bókin um þau Oliviu Rönning
og Tom Stilton eftir Cillu og Rolf Börjlind, einhverja
vinsælustu glæpasagnahöfunda Svíþjóðar. Mögnuð
saga um óhugnanlegan heim þar sem mannslíf eru
lítils metin og peningagræðgin ræður för.
495 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
KIL
Sorgarsugan
Höf: Heine Bakkeid
Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson
Maður, sem tvívegis hefur reynt að drepa Thorkild
Aske, bankar uppá hjá honum með óvenjulega bón.
Hann segist hafa fengið það verkefni að myrða fjórar
manneskjur innan viku, að öðrum kosti verði átta
ára gamall frændi hans drepinn. Hann vill fá hjálp
Thorkilds við að ljúka verkefninu. Höfundur hlaut
Riverton, norsku glæpasagnaverðlaunin, árið 2022.
388 bls.
Ugla
KIL RAF HLB
Sólskinsdagar og sjávargola
Höf: Carole Matthews
Þýð: Anna María Hilmarsdóttir
Jodie Jackson er viss um að eiginmaðurinn haldi
fram hjá. Það er því kærkomið þegar henni býðst
að dvelja í húsbát á Wight-eyju til að hugsa sinn
gang. Lífið á eyjunni er litríkara en Jodie hafði séð
fyrir sér og með tímanum eignast hún dýrmæta
vini. Hún kynnist bæði ástinni og nýjum hliðum
á sjálfri sér en þá bankar fortíðin upp á.
424 bls.
Forlagið - Vaka-Helgafell
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 49GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort
Skáldverk ÞÝDD