Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 4

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 4
IB Árstíðarverur Höf: Diljá Hvannberg Gagu Myndh: Linn Janssen Bjarni og bekkjarfélagar hans eru að læra um árstíðirnar í skólanum. Hann verður því heldur hissa þegar hann vaknar einn vormorgun og allt er á kafi í snjó! Þetta passar alls ekki við það sem kennarinn sagði. Hann fer út að rannsaka málið en hittir þá fyrir kúnstugar verur sem segjast stýra veðrinu en verst er að þær eru að rífast! 36 bls. Salka IB Bambaló Fyrstu lögin okkar Höf: Sigrún Harðardóttir Myndh: Linn Janssen Ný og vönduð íslensk barnabók með gullfallegum myndum og heillandi tónlist. Bókin er tilvalin til að styrkja tengsl foreldra og barna, sem geta notið þess saman að hlusta á tónlistina, syngja með og skoða litríku myndirnar. Á hverri síðu eru nemar sem yngstu lesendurnir geta sjálfir ýtt á, og heyra þá fjölbreytt hljóðfæri leika skemmtileg lög. 10 bls. Bambaló bókaútgáfa IB Bangsapokinn Höf: Þórarinn Eldjárn Myndh: Halldór Eldjárn Bangsapokinn er myndskreytt barnasaga fyrir börn á öllum aldri. Þar segir frá fullum poka af heittelskuðum böngsum sem fyrir mistök mistæks afa lenda í nytjagámi Sorpu. Ógæfan virðist vofa yfir og algjör glötun blasir við þegar í ljós kemur að bangsarnir muni trúlega enda á haugunum. Allt fer þó vel að lokum. Myndir eru eftir Halldór Eldjárn. 24 bls. Gullbringa IB Bangsímon og ég Byggð á bókum eftir A.A. Milne & E.H. Shepard Höf: Jeanne Willis Myndh: Mark Burgess Þýð: Helgi Ingólfsson Hvar sem við ferðumst um veg, þar förum við Bangsímon, kjáninn og ég! Þeir félagarnir Bangsímon og Jakob Kristófer leggja enn af stað í ævintýri. Skyldi einhver vilja slást í för með þeim? 42 bls. Ugla IB Barna fræðibókin um geiminn Höf: David Marchand Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Þessi fallega bók um geiminn er frábær kynning á leyndardómum alheimsins. Á fallega myndskreyttum blaðsíðum má finna alheim af upplýsingum sem höfða jafnt til ungra sem eldri lesenda. Forvitnir lesendur fræðast meðal annars um sólkerfið, vetrarbrautir og daglegt líf geimfara. 48 bls. Unga ástin mín Barnabækur MYNDRÍKAR IB 100 fyrstu orðin Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Snertu, finndu og segðu! Yndisleg bók fyrir yngstu börnin. 24 bls. Unga ástin mín IB 5 mínútna Marvel sögur Höf: Marvel / Disney Hér eru sögur af mestu ofurhetjum heimsins að takast á við alls konar óvini. Hvað gera Kóngulóarmaðurinn, Svarta ekkjan, Haukur, kapteinn Ameríka og Járnmaðurinn þegar á reynir? En Svarti pardusinn, Verndarar Vetrarbrautarinnar og kapteinn Marvel? 132 bls. Edda útgáfa IB Amelía og Óliver Höf: Kristín Björg Sigurvinsdóttir og Sigrún Alda Sigfúsdóttir Myndh: Herborg Árnadóttir Amelía og Óliver er fyrst og fremst hugljúf saga um vináttu og leikgleði. Að auki þjálfar hún orðaforða með orðum sem börn heyra síður í töluðu máli en eru mikilvæg þegar kemur að því að lesa sér til gagns. Systkinin Amelía og Óliver eru úti að leika og hitta tröll. Fyrst verða þau hrædd en sjá svo að tröllið vill bara leika. 48 bls. Bókabeitan IB Atli fer í tívolí Höf: Birgitta Haukdal Myndir: Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Atli er búinn að vera duglegur að hjálpa til á heimilinu í allt sumar og mamma ætlar að verðlauna hann með tívolíferð. Þau bjóða Láru og Ljónsa með og framundan er ógleymanlegt fjör og skemmtun. Og risastórt kandífloss! Sögurnar um Láru, Ljónsa og Atla eru litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af. 41 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort4 Barnabækur  MYNDRÍK AR Barna- og ungmennabækur   Myndríkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.