Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 47
KIL RAF HLB
Ótrúlega skynugar skepnur
Höf: Shelby Van Pelt
Þýð: Nanna Brynhildur Þórsdóttir
Hnyttin og heillandi saga sem hefur farið sigurför um
heiminn. Tova Sullivan, starfsmaður á sædýrasafni í
Norður-Kaliforníu, kynnist geðvonda kolkrabbanum
Marcellusi, sem er vinsælasti sýningargripur
safnsins. Dularfullt hvarf Erics, sonar Tovu, hátt í
þrjátíu árum fyrr hvílir þungt á henni en Marcellus
reynist luma á upplýsingum um málið.
394 bls.
Forlagið - Vaka-Helgafell
KIL
Persepólis II
Höf: Marjane Satrapi
Þýð: Snæfríð Þorsteins
Seinni hlutinn af ógleymanlegri uppvaxtarsögu íranska
höfundarins Marjane Satrapi (f. 1969), sem fór sigurför
um heiminn þegar hún kom fyrst út. Spaugilegar
hversdagssenur í lífi höfundar og harmleikur þjóðar
fléttast listilega saman í þessari margrómuðu
teiknimyndasögu sem lætur engan ósnortinn.
192 bls.
Angústúra
KIL
Píanistinn í fjöllunum
Höf: Karin Härjegård
Þýð: Friðrika Benónýsdóttir
Sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu, Vöffluhúsið
í fjöllunum, ljúflestrarbók ársins í Svíþjóð 2022.
Helena hefur nóg að gera við endurbæturnar á
býlinu sínu og undirbúning nýja veitingahússins.
Ástin til Rikards er enn sterk, en hvernig á hún
að geta púslað saman ólíkum þáttum lífs síns
án þess að glata nýfundnu sjálfstæðinu?
356 bls.
Sögur útgáfa
KIL
Prettir í paradís
Höf: Christina Lauren
Þýð: Sunna Dís Másdóttir
Anna hafði ekki hitt fyrrverandi eiginmann sinn í
þrjú ár þegar hann bankar upp á í litlu leiguholunni
hennar og vill fá hana með sér í fjölskyldubrúðkaup
á paradísareyju. Fjölskylda hans heldur að þau séu
enn gift, sem skiptir máli vegna skilmála í erfðaskrá
afa hans. Anna yrði á launum og hana vantar
pening - hvað gæti mögulega farið úrskeiðis?
392 bls.
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
IB RAF
Prinsessur og prakkarar
Tuttugu ævintýri
Höf: Hans Christian Andersen
Myndir: Vilhelm Pedersen og Lorenz Frölich
Þýð: Kristján Jóhann Jónsson
Falleg og eiguleg bók með tuttugu nýjum þýðingum
á þekktustu ævintýrum H.C. Andersen, allt frá
Eldfærunum til Snædrottningarinnar. Ævintýrin
eru langt frá því að vera eingöngu ætluð börnum – í
þeim má finna ýmis siðferðileg álitamál, flóknar
spurningar um tilvist mannsins og listrænan
frásagnarhátt sem höfðar til lesenda á öllum aldri.
222 bls.
Forlagið - Mál og menning
KIL
Núllkynslóðin
Höf: Stefan Ahnhem
Þýð: Elín Guðmundsdóttir
Síðsumarsnótt eina fer rafmagn skyndilega af
stórum hluta Skánar. Fabian Risk og Matilda
dóttir hans verða vitni að því úr seglbáti á
Eyrarsundi þegar kolniðamyrkur skellur á.
Í Helsingborg hafa Fabian og samstarfsmenn
hans verið að rannsaka fjölda einkennilegra mála
sem tengjast dularfullu rafmagnsleysi.
551 bls.
Ugla
IB
Nýtt líf
Höf: Danielle Steel
Þýð: Snjólaug Bragadóttir
Darcy Gray er vinsæll áhrifavaldur, með meira en
milljón fylgjendur á netinu. Hún er um fertugt, gift
stórríkum verslunareiganda og býr á Manhattan í
New York. Til að fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli
ákveður Darcy að koma manni sínum á óvart og
fljúga til Rómar þar sem hann er í viðskiptaerindum.
En þar verður hún fyrir áfalli lífs síns.
273 bls.
Ugla
KIL
Næturdrottningin
Höf: Simona Ahrnstedt
Þýð: Friðrika Benónýsdóttir
Kate Ekberg er glæsileg og hörkudugleg, eigandi
vinsæls næturklúbbs í Stokkhólmi. Út á við
virðist henni allt ganga í haginn. Jakob Grim er
alvörugefinn bankamaður sem er lítt gefinn fyrir að
láta í ljós tilfinningar sínar. Þangað til hann kynnist
Kate. Eitthvað gerist þegar þessir andstæðu pólar
hittast og úr verður æsilegt ástarævintýri.
398 bls.
Ugla
KIL
Óhugsandi líf
Höf: Matt Haig
Þýð: Arnar Matthíasson
Ekkjan Grace Winters erfir óvænt hús á Ibiza eftir konu
sem hún þekkti lauslega fyrir löngu síðan. Forvitnin
verður skynseminni yfirsterkari og hún leggur land
undir fót til að komast að því hver örlög kunningjakonu
hennar urðu. Til að skilja sannleikann þarf hún að
horfast í augu við fortíð sína og viðurkenna töfrana.
371 bls.
Benedikt bókaútgáfa
IB RAF
Ósmann
Höf: Joachim B. Schmidt
Þýð: Bjarni Jónsson
Sannkallaður yndislestur eftir höfund
Kalmanns-bókanna. Sagan byggist á ævi Jóns
Magnússonar Ósmann, ferjumanns í Skagafirði, sem
flutti menn og skepnur yfir Héraðsvötn um fjögurra
áratuga skeið. Jón var tröll að burðum og annálað skáld
en öðru fremur mannvinur með meyrt hjarta, einstakur
karakter sem örlögin fóru óblíðum höndum um.
233 bls.
Forlagið - Mál og menning
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 47GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort
Skáldverk ÞÝDD