Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 68

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 68
KIL Stjórnspeki Snorra Sturlusonar eins og hún birtist í Heimskringlu Höf: Sigurður Líndal Sigurður Líndal lýsir hér hvernig átök tveggja hugmynda um lög birtast í Heimskringlu Snorra Sturlusonar: hinnar fornu germönsku hugmyndar um að þau myndist við sammæli á þingum, og nýrri hugmyndar um að þau séu fyrirmæli konunga af Guðs náð. 134 bls. Hið íslenska bókmenntafélag KIL Structural alteration of Manuscripts in the Arnamagnæan Collection Höf: Beeke Stegmann Beeke Stegmann rannsakar í þessari bók vinnubrögð Árna Magnússonar en hann tók í sundur handrit sem hann hafði safnað, endurraðaði hlutunum og lét binda að nýju. Lesendur fá ekki aðeins betri skilning á sögu handritanna í safni Árna heldur varpar höfundur einnig ljósi á starfshætti eigenda handrita og umsjónarmanna fyrr á tíð. 400 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum GOR Stærðfræði 1 með kennslumyndböndum Höf: Gísli Bachmann, Helga Björnsdóttir og Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson Ný og endurskoðuð kennslubók sem er ætluð nemendum sem ekki hafa hlotið nægan undirbúning í stærðfræði til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Hún er jafnframt hugsuð fyrir þá nemendur sem hafa lokið fornámsáföngum í stærðfræði. 166 bls. IÐNÚ útgáfa IB Syng, mín sál 40 söngvar úr íslenskum handritum fyrri alda Höf: Árni Heimir Ingólfsson Ómissandi bók fyrir allt áhugafólk um íslenska tónlistarmenningu. Lögin sem hér eru loks gerð aðgengileg eru af margvíslegum toga en eiga það sameiginlegt að hafa fyrir óralöngu lífgað upp á tilveruna í hrjóstrugu landi á hjara veraldar. 124 bls. Veröld IB Söguþættir landpóstanna Ritstj: Helgi Valtýsson Umsj: Guðjón Ragnar Jónasson Landpóstar urðu þekktir menn á sinni tíð og nutu virðingar fyrir hreysti og ósérhlífni. Í vetrargaddi og ófærð, skammdegismyrkri og stórhríð, brutust þeir yfir heiðar og fjalladali og létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Þeim var líka einatt vel fagnað þegar þeir riðu í hlað og tilkynntu komu sína með því að blása í póstlúðurinn. 246 bls. Veröld SVK Sjálfstjórn og bolmagn sveitarfélaga Ritstj: Eva Marín Hlynsdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson, Sigurður Á. Snævarr og Trausti Fannar Valsson Í bókinni leitast höfundar við að greina hvernig sveitarstjórnarskipan Íslands þjónar þeim hlutverkum sem almennt má telja að henni séu ætluð. Hér er lagt mat á stöðuna út frá fyrirliggjandi rannsóknum og almennum hugmyndum um hlutverk og markmið sveitarfélaga. 200 bls. Háskólaútgáfan IB Skagfirskar æviskrár Skagfirskar æviskrár 1910-1950. 10. bindi Ritstj: Hjalti Pálsson og Ingimar Jóhannsson Tuttugasta og fyrsta bókin sem Sögufélag Skagfirðinga gefur út af Skagfirskum æviskrám og hin tíunda frá tímabilinu 1910 til 1950. Bókin inniheldur samtals 87 æviskrárþætti fólks sem bjó eða hélt heimili í Skagafirði á fyrri hluta 20. aldar. Bókin er 406 blaðsíður með 160 ljósmyndum. 406 bls. Sögufélag Skagfirðinga SVK Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Skrifarar sem skreyttu handrit sín Alþýðulist og skreytingar í handritum síðari alda Höf: Kjartan Atli Ísleifsson Í bókinni er fjallað um skreytingar í íslenskum pappírshandritum frá lokum 17. aldar til upphafs þeirrar 20. Viðfangsefnið bregður nýju ljósi á íslenska lista- og menningarsögu og eru birtar um 150 litmyndir úr handritum frá rannsóknartímanum. Hér er á ferðinni verk fyrir allt áhugafólk um myndlist í nútíð og fortíð. 300 bls. Háskólaútgáfan KIL Skrifin hans afa Höf: Sveinn Sveinsson Umsj: Sigurður Sigursveinsson og Sveinn Runólfsson Greinasafn Sveins Sveinssonar (1875-1965) bónda á Norður-Fossi í Mýrdal. Stórmerk heimild um veröld sem var. 317 bls. Bókaútgáfan Sæmundur TÍM SÓN tímarit um ljóðlist og óðfræði Ritstj: Soffía Auður Birgisdóttir Ársritið SÓN birtir greinar á sviði ljóðlistar og skáldskaparfræða, ný ljóð og ritdóma. Sónarskáldið 2025 er Kristín Ómarsdóttir. Í heftinu birtist jafnframt, Fæðingarríma frá 18. öld - um getnað, meðgöngu, fæðingu og fæðingarhjálp - og greining á vögguvísunni Sofðu unga ástin mín, þar sem athyglinni er beint að jöklahljóðum vísunnar. Óðfræðifélagið BOÐN B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort68 Fræðirit, frásagnir og handbækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.