Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 66

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 66
KIL Líf á jörðinni okkar Vitnisburður minn og framtíðarsýn Höf: David Attenborough Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson Bók sem á sérstakt erindi. „Ég hef átt ótrúlega ævi. Núna fyrst kann ég að meta hve einstök hún hefur verið. Þegar ég var ungur fannst mér eins og ég væri þarna úti í óbyggðunum og upplifði ósnortinn heim náttúrunnar – en þetta var tálsýn,“ skrifar David Attenborough og lítur yfir sviðið í þessari fróðlegu bók. 248 bls. Ugla IB Með frelsi í faxins hvin Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni Höf: Hjalti Jón Sveinsson Hér segir frá Hermannni Árnasyni. Tamning hrossa og hestaferðir eru hugsjón hans og sum viðfangsefnin með ólíkindum s.s. vatnareiðin, stjörnureiðin og Flosareiðin þegar riðið var í spor Flosa og brennumanna frá Svínafelli að Þríhyrningshálsum til að sannreyna þá reið sem farin var til að brenna inni heimilisfólk á Bergþórshvoli í Brennu-Njáls sögu. 260 bls. Bókaútgáfan Hólar SVK Með nesti og nýja skó Greinar um tengsl leikskóla, grunnskóla og frístunda Ritstj: Jóhanna Einarsdóttir og Björn Rúnar Egilsson Bókin veitir innsýn í þau umskipti sem verða í lífi barna á mótum skólastiga og er ætlað að stuðla að ígrundun fagfólks, foreldra, nemenda og annarra sem láta sig menntun ungra barna á mikilvægum timamótum varða. Hún inniheldur 13 fræðigreinar þar sem fjallað er um niðurstöður rannsókna sem tengjast menntun ungra barna. 322 bls. Háskólaútgáfan KIL Ritröð Árnastofnunar nr. 119 Meyjar og völd Rímur og saga af Mábil sterku Höf: Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir Konungsdóttirin Mábil sterka frá Vallandi er öllum fremri í riddaralistum. Hún drýgir miklar hetjudáðir í bardögum og beitir óhefðbundnum aðferðum við að klekkja á helsta óvini sínum, Medeu drottningu í Grikklandi. Sömuleiðis ver hún Móbil systur sína frækilega gegn ásókn karla sem vilja kvænast henni og heimta þannig krúnuna. 502 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum RAF TÍM Milli mála 2025 Ritstj: Geir Þ. Þórarinsson og Þórhildur Oddsdóttir Milli mála kemur út tvisvar á ári. Almennt hefti inniheldur fræðigreinar á sviði tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði. Sérhefti ársins 2025 er helgað orðasambandafræði. Tímaritið er í opnum aðgangi. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan KIL Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi Ritstj: Þorvaldur Víðisson Þarftu að glæða kærleikann í þínu lífi? Þessi bók er safn af gömlum og nýjum tilvitnunum um kærleikann, fengnar úr kristinni hefð, sálmum sálmabókar og ritum Biblíunnar, úr ritum annarra trúarbragða, bókmenntum og dægurlögum. Ástin spyr ekki um kyn eða kynferði, stétt eða stöðu. Ást og kærleikur sigra allt. 68 bls. Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið IB Langt var róið og þungur sjór Líkön Njarðar S. Jóhannssonar af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum og frásagnir af afdrifum þeirra Höf: Sigurður Ægisson Þúsundþjalasmiðurinn Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði hefur smíðað á þriðja tug líkana af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum frá 18. og 19. öld. Hér eru myndir af þeim, sannkölluðum listaverkum, og jafnframt er rakin saga þeirra, sem endaði ekki alltaf vel. Samantekt á ensku fylgir í lok bókarinnar. 266 bls. Bókaútgáfan Hólar IB Laxá Lífríki og saga mannlífs og veiða. Veiðistaðalýsingar í Mývatnssveit og Laxárdal Ritstj: Jörundur Guðmundsson Höf: Sigurður Magnússon og Ásgeir Hermann Steingrímsson Veiðistaðalýsing fyrir Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal ásamt þáttum um lífríki, sögu og mannlíf við þessa merku silungsveiðiá. Frásagnir af merku fólki og náttúrufari árinnar sem nýtur alþjóðlegrar friðunar. 304 bls. Veraldarofsi IB List & Hönnun Höf: Trausti Valsson Bókin fylgir ævisögulegum þræði höfundarins. Hér segir höfundurinn einkum frá verkum sínum á sviðum listar og hönnunar og greinir um leið frá hönnunarteoríum sem hann hefur mótað á ferli sínum um þessi svið. 160 bls. Skrudda SVK Litróf kennsluaðferðanna Grundvallarrit fyrir kennara og kennaranema Höf: Ingvar Sigurgeirsson, Súsanna Margrét Gestsdóttir og Svava Pétursdóttir Handbók um helstu kennsluaðferðir, skrifuð fyrir kennara og kennaranema. Hefur að geyma yfirlit um tugi kennsluaðferða sem og leiðbeiningar um hvernig þeim er beitt. Í þessari nýju útgáfu hefur efnið verið aukið, endurskoðað og uppfært, m.a. í ljósi rannsókna á kennsluaðferðum sem fleygt hefur fram á undanförnum árum. 248 bls. IÐNÚ útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort66 Fræðirit, frásagnir og handbækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.