Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 57

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 57
IB Vestfirsku leiksögubækurnar Leiklist á Ísafirði Útg.: Elfar Logi Hannesson Hér er hún loks komin fjórða vestfirska leiksögubókin og að þessu sinni er leiksaga höfuðstaðarins Ísafjarðar í sviðsljósinu. Fjallað verður um sögu leiklistarinnar í kaupstaðnum við flæðarmálið allt frá því að fyrsta leikverkið fór á svið og til þeirra nýjustu. Bókin er prýdd fjölda mynda úr hinni löngu og sögulegu leiksögu Ísafjarðar. 340 bls. Kómedíuleikhúsið IB Myndarleg ljóð Höf: Bjarki Bjarnason Í þessari bók teflir höfundur fram ljósmyndum sínum og ljóðum svo úr verður firnasterk heild. Flestar ljósmyndirnar eru teknar í íslenskri náttúru og heimspekilegur undirtónninn í ljóðunum er í senn persónulegur og sammannlegur. Bjarki hefur stundað ritstörf um áratuga skeið og fæst jöfnum höndum við skáldskap og sagnfræði. 112 bls. Bókaútgáfan Sæmundur TÍM Myndlist á Íslandi 5. tölublað Ritstj: Hólmar Hólm, Becky Forsythe og Eva Lín Vilhjálmsdóttir Tímaritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist og stöðu myndlistarfólks á Íslandi, auk þess sem rýnt er í gagnkvæmt samband íslensku senunnar við umheiminn. Tímaritið er gefið út einu sinni á ári í veglegri og fallegri prentútgáfu bæði á íslensku og ensku. 208 bls. Myndlist á Íslandi KIL Sketching Bathing in Iceland Höf: Rán Flygenring Rán Flygenring ferðaðist eitt sumar vítt og breitt um landið, dýfði sér í hverja laug, lón og náttúrupoll sem hún fann og festi baðmenningu á Íslandi í teikningar. Útkoman er stórkostleg handbók fyrir alla sem áhuga hafa á náttúru landsins, teikningu og mannlegu eðli, auk þess að vera leiðarvísir fyrir erlenda ferðamenn og sundlaugargesti. 80 bls. Angústúra IB Spegill þjóðar Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær Höf: Gunnar V. Andrésson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Gunnar V. Andrésson var einn áhrifamesti fréttaljósmyndari okkar í hálfa öld og margar mynda hans eru táknmyndir í þjóðarsögunni. Gunnar velur hér á annað hundrað minnisstæðustu mynda sinna og Sigmundur Ernir Rúnarsson skráir söguna á bak við hverja þeirra – úr verður einstakt og áhrifamikið sjónarspil. 336 bls. Forlagið - Mál og menning IB Smárit Listasafns Íslands Götuhorn: Skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist Ritstj: Kjartan Már Ómarsson og María Elísabet Bragadóttir Bók þessi inniheldur texta sem skrifaðir voru út frá innblæstri frá listaverkum af sýningunni Viðnám - Samspil myndlistar og vísinda sem opnuð var í Safnahúsinu 3. mars 2023. 96 bls. Listasafn Íslands IB Jörð / Earth Höf: Bryndís Jónsdóttir Bryndís Jónsdóttir sækir innblástur í náttúruna og leitast við að ná fram hinu lífræna úr ólíkum efnivið. Hún horfir til táknkerfis íslensku fjármarkanna, sem fylgt hafa þjóðinni frá fornu fari. Sýlthamrað, þrístigað eða heilrifað, hún útfærir mörkin í volduga leir- og járnskúlptúra, massíft gler og viðkvæm graf íkverk. Efniskenndin er áþreifanleg. 96 bls. Angústúra IB Kína Frá fyrri öld Höf: Unnur Guðjónsdóttir Í þessari glæsilegu ljósmyndabók er skyggnst inn í heim Kína og Kínverja eins og hann var fyrir um 40 árum. Megnið af myndunum er frá heimsókn höfundarins þangað árið 1983, en einnig eru nokkrar frá 1991. Höfundurinn hefur löngum haft sterk tengsl við Kína og farið þangað margoft og rak um árabil Kínaklúbb Unnar sem stóð fyrir ferðum þangað. 136 bls. Bókaútgáfan Hólar IB Kristján H. Magnússon Listamaðurinn sem gleymdist Höf: Einar Falur Ingólfsson, Dagný Heiðdal og Guðmundur Oddur Magnússon Kristján H. Magnússon var á meðal athyglisverðustu listamanna þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar – en um hann hefur verið hljótt um áratugaskeið. Sannkallaður kjörgripur öllum þeim er unna íslenskri menningu; verðugur minnisvarði um ungan mann frá Ísafirði sem fór óvenjulegar leiðir til að ná af miklum metnaði hæstu hæðum í list sinni. 296 bls. Veröld IB Kristján Steingrímur Fyrir handan liti og form Höf: Kristján Steingrímur Jónsson Glæsilegt rit sem sameinar list og náttúru. Kristján Steingrímur umbreytir jarðvegi í lit og leiðir lesandann inn í nýja sýn á íslenskt landslag og sköpun. Fjölmargar litmyndir gera bókina að sjónarspili og einstæðri upplifun. 182 bls. Hið íslenska bókmenntafélag B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 57GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Listir og ljósmyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.