Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 11

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 11
IB Múmínsnáðinn – hvar ertu? Flipabók Höf: Tove Jansson Ef þú hefur enn ekki hitt Múmínálf áttu ævintýri í vændum ... Það er komið að skemmtilegu lautarferðinni í Múmíndal. En hvar er Múmínsnáðinn? Lyftið flipunum og hjálpið Míu litlu, Múmínmömmu, Múmínpabba og vinum þeirra að leita að Múmínsnáðanum. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. 10 bls. Ugla SVK Neistar Höf: Hugrún Margrét Óladóttir Myndh: Sólveig Eva Magnúsdóttir Sól og ský eiga saman dýrmætt blóm sem þau elska meira en allt. En hvað verður um blómið þegar sólin og skýið geta ekki lengur búið saman? Með því að skiptast á geta foreldrar blómsins enn veitt því alla þá næringu, hamingju, leik og vernd sem það þarf til að blómstra. Einstaklega myndræn, hugljúf saga. 36 bls. Kráka IB Paddington – Form Höf: Michael Bond Myndh: R. W. Alley Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Það er gaman að fara út með Paddington að skoða form og lögun þess sem fyrir augu ber. Skemmtileg bók sem kynnir ólík form fyrir yngstu börnunum. Í sama flokki: Paddington – Litir. 16 bls. Ugla IB Paddington – Litir Höf: Michael Bond Myndh: R. W. Alley Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Það er gaman að fara í gönguferð með Paddington í leit að uppáhaldslitunum hans. Er það skærrauði liturinn á strætó, blái liturinn á blómunum eða sá græni á hurðinni? Skemmtileg bók sem opnar heim litanna fyrir yngstu börnunum. Í sama flokki Paddington – Form. 16 bls. Ugla SVK Petra paprika og innrásin Höf: Hafdís Helgadóttir Myndh: Hildur Hörn Sigurðardóttir Enn á ný skyggnumst við inn í ævintýraheim Petru papriku og litríku matvælanna. Ógn steðjar að Líkamanum og mikilvæg skilaboð frá Ónæmiskerfinu berast á Heilsustofnun Líkamans. Petra paprika og félagar þurfa að bregðast hratt við. Bókin er ríkulega myndskreytt og textinn hentar yngstu lesendunum vel. 36 bls. Hafdís Helgadóttir  IB Ljóni gerir usla hjá púdda púdd Höf: Guðný Anna Annasdóttir Myndh: Páll Jóhann Sigurjónsson Ljóni er fimm ára strákur. Hann er í heimsókn hjá afa sínum við Elliðavatn. Þegar afi skreppur frá er Ljóna treyst fyrir að líta eftir hænsnunum. Hvað gerir Ljóni þá? 31 bls. Gudda Creative IB Litaskrímslið Læknirinn: sérfræðingur í tilfinningum Höf: Anna Llenas Myndh: Anna Llenas Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum. Litaskrímslið hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta sig á hvernig henni líður og að læra að segja nei! Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim! 48 bls. Drápa KIL Mig langar svo í krakkakjöt Höf: Sylviane Donnio Myndh: Dorothée de Monfreid Þýð: Guðrún Vilmundardóttir Hvað eiga krókódílamamma og krókódílapabbi að taka til bragðs þegar Grettir litli krókódíll segist ekki vilja borða neitt nema … krakkakjöt? Hæfilega skelfileg og skemmtilega myndskreytt frönsk barnabók sem fullorðnir nenna að lesa aftur og aftur. Og aftur. 24 bls. Benedikt bókaútgáfa IB Múmínálfar: Vinagisting Fyrsta Múmínbókin mín Höf: Tove Jansson Þýð: Margrét Gunnarsdóttir Ævintýri í trjáhýsi. Múminsnáðinn og Snabbi eru að gera allt tilbúið fyrir fyrstu vinagistinguna sína. En þegar þeir ætla að fara að sofa verða þeir svolítið smeykir. Mun óvænt leiftur á næturhimninum verða til þess að gera vinagistinguna þeirra að ógleymanlegu ævintýri? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. 16 bls. Ugla IB Múmínpabbi og flóðið mikla Múmínálfarnir Höf: Tove Jansson 80 ára afmælisútgáfa. Úti geisar óveður. Inni í Múmínhúsinu safnast Múmínfjölskyldan og vinir hennar saman til að heyra Múmínpabba segja söguna af óveðri sem gekk yfir fyrir margt löngu og feykti burt Múmínhúsinu sem honum þótti svo vænt um. 28 bls. Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 11GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Barnabækur  MYNDRÍK AR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.