Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 23
SVK
Fellihýsageymslan
Höf: Marta Magnúsdóttir
Myndh: Karl Kristján Davíðsson
Eru krakkar skyldugir til að biðja fullorðna um
aðstoð við allt sem er spennandi, skemmtilegt
eða krefjandi? 6. bekkingarnir og frændsystkinin
Þórunn og Santiago lenda í óvæntum aðstæðum
og taka málin í sínar hendur. Við tekur skrautlegt
tímabil þar sem eini fasti punkturinn í tilverunni er
sjónvarpsfréttaáhorf heima hjá ömmu og afa.
147 bls.
Kaffibrennslan Valería
IB RAF HLB
Flóttinn á norðurhjarann
Höf: Nanna Rögnvaldardóttir
Það ríkir hungursneyð á Íslandi. Solla er nýorðin tólf
ára þegar mamma hennar segir henni að til að lifa
af þurfi þær að yfirgefa kotið sitt. Solla getur ekki
ímyndað sér hvert þær geti flúið. Þær eiga engan
að nema hvor aðra. Hvern ætlar mamma að biðja
um hjálp? Og hvaða leyndarmál geymir hún sem
Solla má ekki vita? Áhrifarík verðlaunabók.
111 bls.
Forlagið - Iðunn
IB
Hobbitinn
Höf: J.R.R. Tolkien
Þýð: Solveig Sif Hreiðarsdóttir
Þýð.lj: Bragi Valdimar Skúlason
Myndh: J.R.R. Tolkien
Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien þarf vart að kynna.
Góðu fréttirnar eru að nú er bókin loks fáanleg
á ný fyrir lesendur á Íslandi. Í nýrri þýðingu
Solveigar Sifjar Hreiðarsdóttur með ljóðaþýðingum
Braga Valdimars Skúlasonar. www.kver.is
307 bls.
Kver bókaútgáfa
Unglingabækur
SKÁLDVERK
KIL
Aldrei aldrei
Höf: Colleen Hoover
Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir
Grípandi saga sem fyrst kom út í þrem
hlutum en er hér sameinuð í eina bók.
Charlize Wynwood og Silas Nash hafa verið
bestu vinir síðan þau lærðu að ganga og ástfangin
síðan þau voru fjórtán. En frá og með deginum
í dag þekkja þau ekki hvort annað.
401 bls.
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
IB RAF
Álfareiðin
Höf: Gunnar Theodór Eggertsson
Æsispennandi og öðruvísi álfahrollvekja. Þrír
menntskælingar fá það verkefni að búa til
hlaðvarpsþátt um álfa. Þau grafa upp dularfullt þorp
á Suðurlandi sem tengist álfum og virðist eiga sér
blóðuga sögu. Fljótlega verður ljóst að þorpsbúar
hafa margt og miður fallegt að fela – og það getur
reynst stórhættulegt að spyrja rangra spurninga.
326 bls.
Forlagið - Vaka-Helgafell
IB
Dreim
Dýr móðurinnar
Höf: Fanney Hrund Hilmarsdóttir
Draupnir, máttugasta vera Dreim, er fallinn.
Myrkrið vex beggja vegna skilanna og dreimfarar
úr Fósturdal hafa örlög heimanna í höndum sér.
Skömmu eftir komuna til Ngala, berst spádómur
Draupnis. Von er á hinum mikla mætti og von
ljóssins: Mtoto Ngala. Æsispennandi fantasía.
384 bls.
Bókabeitan
IB
Ekkert
Höf: Janne Teller
Þýð: Ólafur Haukur Símonarson
Það rennur upp fyrir Pierre Anthon að ekki taki því
að gera neitt, af því að ekkert hafi þýðingu þegar
allt komi til alls. Hann kemur sér fyrir uppi í tré og
ögrar þaðan bekkjarsystkinum sínum. Þau reyna
að sannfæra hann um tilgang lífsins með aðferðum
sem fara að lokum út í öfgar. Verðlaunabók sem
gefin hefur verið út á 36 tungumálum.
172 bls.
Nýhöfn
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 23GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort
Unglingabækur SK ÁLDVERK
Unglingabækur
Lestur hefur
jákvæð áhrif
á færni í öðrum
námsgreinum,
þar á meðal
í stærðfræði.