Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 37

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 37
KIL Orðabönd Höf: Brynhildur Auðbjargardóttir, Hrefna Róbertsdóttir, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir og Sveinbjörg Sveinsdóttir Ritstj: Guðrún Steinþórsdóttir Dregnar eru upp margræðar myndir úr lífi og hugarheimi, þar sem orð mynda brú á milli minninga, drauma og veruleika. Í bókinni fléttast smásögur, örsögur og ljóð saman í sex bálka: Afturblik, Himnaró, Svifbrot, Hugarstillu, Sálarsáldur og Ljósför. Fimm raddir mætast í einum samstilltum hljómi. 110 bls. Kápurnar IB Ragnarök undir jökli Höf: Skúli Sigurðsson Þegar Magnea Ísaksdóttir, blaðamaður Kroníkunnar, heimsækir höfuðvígi umdeilds ásatrúarsafnaðar undir Tindfjallajökli flækist hún í háleitar fyrirætlanir allsherjargoðans, Óðins Jónssonar. Óðinn trúir því að söfnuðurinn sæti ofsóknum yfirvalda og að kominn sé tími til að spyrna við fótum. Áður en Magnea veit af er hún í auga storms sem eirir engu. 448 bls. Drápa KIL Rigning í nóvember Höf: Auður Ava Ólafsdóttir Ung kona sem talar 11 tungumál stígur upp úr volgri hjónasæng og heldur í ferðalag til að finna stað fyrir sumarbústað. Með í för er heyrnarlaust barn og í hanskahólfinu er happdrættisvinningur. Á leið hennar í nóvemberþoku verða þrír karlmenn og nokkur dýr. Í bókinni eru 47 mataruppskriftir og ein prjónauppskrift. 342 bls. Benedikt bókaútgáfa SVK Saklaust blóð í snjó Söguleg skáldsaga Höf: Ásgeir Hvítaskáld Umbrot: Nina Ivanova Átakanleg saga um misnotaða stúlku sem fæddi barn á leið yfir Oddskarðið alein í blindbyl um hánótt. Þetta er mögnuð saga um saklausa stúlku og baráttu hennar. 132 bls. Frjálst orð KIL RAF HLB Sálarstríð Höf: Steindór Ívarsson Lífsvegur Sólveigar mun brátt að endalokum kominn. Bára er ung kona með framtíðina fyrir sér. Í fortíð beggja leynist myrkur sem finnur sér leið upp á yfirborðið. Sálarstríð er áhrifamikil og falleg saga þar sem örlög tveggja kvenna tvinnast saman á eftirminnilegan og óvæntan hátt. 296 bls. / 06:54 klst. Storytel Original: hljóð- og rafbók Ástríkur bókaforlag: prentútgáfa SVK RAF Móðurást: Oddný Höf: Kristín Ómarsdóttir Móðurást: Oddný er saga langömmu Kristínar, konu sem ólst upp í Biskupstungum á ofanverðri nítjándu öld; einstæð, djúpvitur og töfrum slungin frásögn sem fetar á mörkum hins skáldlega og hversdagslega. Kristín hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bókina og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir framhald hennar, Móðurást: Draumþing. 140 bls. Forlagið - Mál og menning SVK RAF Móðurást: Sólmánuður Höf: Kristín Ómarsdóttir Einstakir töfrar leika um skáldaða frásögn höfundar af uppvexti langömmu sinnar í Biskupstungum á ofanverðri nítjándu öld. Þetta er þriðja bókin í verðlaunaflokknum. Systurnar Oddný og Setselja eru óðum að uppgötva sjálfar sig og máta við hlutverkið sem þeim er ætlað. En þegar það verður stúlku um megn er gott að eiga síðbuxur í felum undir steini. 156 bls. Forlagið - Mál og menning KIL RAF HLB Mýrin Höf: Arnaldur Indriðason Þessi sívinsæla bók Arnaldar Indriðasonar markaði tímamót þegar hún kom út árið 2000; fyrsta íslenska glæpasagan sem náði verulegri hylli heima og erlendis og hefur haldið gildi sínu alla tíð. Hér fæst lögregluþríeykið Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg við erfitt sakamál sem teygir anga sína inn í myrka fortíð. Katrín Jakobsdóttir ritar eftirmála. 301 bls. Forlagið IB Mzungu Höf: Þórunn Rakel Gylfadóttir og Simon Okoth Aora Eftirvænting ríkir í loftinu þegar Hulda kemur til Kenía þar sem hún ætlar að starfa á heimili fyrir munaðarlaus börn. Íslendingurinn Skúli er í forsvari fyrir heimilið og virðist stýra því af miklum myndarskap og hlýju. Þegar líða tekur á dvölina fer Huldu þó að gruna að ekki sé allt með felldu. 352 bls. Angústúra IB Ofsögur Höf: Ingimundur Gíslason Í bók þessari birtast tuttugu og níu smásögur og þættir sem snerta ýmsar hliðar mannlífsins. Íslensk náttúra og sígild tónlist eru hvort tveggja höfundi hugleikin. Í frásögnunum glittir í lúmska fyndni þar sem breyskleika hins daglega lífs er lýst á nærgætinn hátt. Skopskyn höfundar hefur aldrei notið sín betur. 119 bls. Skrudda B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 37GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Skáldverk  ÍSLENSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.