Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 30
KIL
Bylur
Höf: Íris Ösp Ingjaldsdóttir
Bergur er hamingjusamur fjölskyldufaðir í góðri
vinnu. Lífið er fullkomið þar til að sonur hans deyr
og heiftin gagntekur hann. Hann er staðráðinn
í að leita hefnda og beinist reiði hans að Öldu
og syni hennar Styrmi. Vel falinn bakgrunnur
Bergs kemur upp á yfirborðið og Alda og Styrmir
eru í bráðri hættu og spennan magnast.
228 bls.
Salka
KIL
Château de la Rivière
eða, Dagdraumar af dauðri fortíð
Höf: Ágúst Verdal
Eftir dauða fjölskylduföðurins verður síðasti hertogi
de la Rivière fjölskyldunnar að gefa allt upp á bátinn
til þess að halda fornri ættinni frá því að steypast
endanlega í glötun. Franska byltingin er rétt handan
við hornið og ekki eru allir sáttir við hlutskipti sitt.
319 bls.
ÁPÓ
IB
Dagskammtar
Höf: Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir
Stuttir textar í lausu máli sem margir tengjast
ákveðnum atvikum en aðrir eru fremur hugleiðingar
eða þankabrot sem finna sér leið inn í hversdaginn.
Í verkinu er hversdagslegri upplifun gjarnan
stillt upp við hlið hins fantasíska til að fanga
þau hughrif og skynjanir sem kunna að mæta
manneskjunni á hennar daglegu vegferð.
58 bls.
Blekfélagið
KIL
Áður en ég brjálast
Játningar á miðjunni
Höf: Soffía Bjarnadóttir
Kona á miðjum aldri flytur til Kalima þar sem ryk
og sandur frá Sahara þyrlast um. Heimsmyndin er
að molna og hún raðar saman minningarbrotum
sem hafa umbreytt tilverunni.
247 bls.
Króníka
KIL RAF
Á íslenskum skóm
Smásögur, greinar og ljóð
Höf: Halldór Laxness
Á íslenskum skóm inniheldur úrval af þekktustu
smásögum Halldórs Laxness, nokkrar greinar
og ljóð. Af smásögum hans eru birtar sögurnar:
Fugl á garðstaurnum, Jón í Brauðhúsum, Lilja,
Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933 og
Ungfrúin góða og Húsið. Þessi útgáfa er með
nútímastafsetningu og orðskýringum.
169 bls.
Forlagið - Vaka-Helgafell
KIL RAF HLB
Ástin fiskanna
Höf: Steinunn Sigurðardóttir
Samanta og Hans hittast fyrir tilviljun í útlendri
borg. Eftir endurfundi heima á Íslandi og koss
undir reynitré um sumarnótt skilur leiðir en sagan
er ekki öll. Þessi dáða saga um ást sem ekki fær að
dafna kom fyrst út árið 1993. Stíllinn er meitlaður,
frásögnin beitt og fyndin en undir niðri sár og
tregafull. Eleonore Gudmundsson ritar eftirmála.
96 bls.
Forlagið
IB RAF
Blái pardusinn – hljóðbók
Höf: Sigrún Pálsdóttir
Dramatísk gamansaga um hlustun og athygli,
sagnfræði og skáldskap. Streymisveita hefur gefið út
hljóðbók sem er innblásin af ævintýrum íslenskrar
konu í Evrópu í síðari heimsstyrjöld. Hér segir frá
þremur hlustendum og baráttu þeirra við að halda
þræði í frásögninni sem fer um víðan völl svo erfitt er
að henda reiður á hvað er skáldað og hvað ekki.
96 bls.
Forlagið - Mál og menning
IB
Bók vikunnar
Höf: Snæbjörn Arngrímsson
Húni er nýkominn til borgarinnar úr afskekktri
sveit, fullur efasemda um nútímann. Til að
flækja tilfinningalíf hans enn frekar kynnist hann
Júlíu sem honum þykir bæði óútreiknanleg og
heillandi. Hér spretta fram sérstæðar persónur í
kunnuglegu umhverfi – og seiðmögnuð stemmning
ljær sögunni leyndardómsfullan blæ.
239 bls.
Bjartur
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort30
Skáldverk ÍSLENSK
Það er gott að lesa sjálfur og
gaman að ræða bækur við aðra.
Undirbúningur fyrir bókaspjall.
Spyrjum okkur:
• hvað vill höfundurinn segja
með þessu?
• er þetta mikilvægt?