Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 46

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 46
SVK Morðhórur Höf: Roberto Bolaño Þýð: Ófeigur Sigurðsson Smásögurnar í þessu safni eru álitnar með því besta sem chilenski rithöfundurinn Roberto Bolaño skrifaði og nokkrar þeirra eru þegar orðnar klassík í samtímabókmenntum. 245 bls. Skriða bókaútgáfa KIL Myrkviði Höf: Johanna Mo Þýð: Pétur Már Ólafsson Júní 1999. Hinn nítján ára gamli Mikael Fransson hverfur sporlaust eftir að hafa fagnað útskrift sinni úr menntaskóla. Tuttugu árum síðar finnast líkamsleifar hans í Mittlands-skógi á eyjunni Öland. Það er ljóst að hann hefur verið myrtur. 429 bls. Bjartur KIL Mýrarljós Höf: Viveca Sten Þýð: Elín Guðmundsdóttir Glæpahöfundur ársins í Svíþjóð 2024. Síðustu vikuna í janúar fer sex manna hópur í skemmtiferð til Åre þar sem ætlunin er að skíða og djamma. En eitthvað fer úrskeiðis í fjörinu og skyndilega eru þau bara fimm. Enginn þeirra getur skýrt hvað gerðist. Var þetta slys eða kaldrifjað morð? Ýmsar spurningar vakna og tortryggnin innan hópsins vex. 443 bls. Ugla IB Norðanvindurinn Höf: Alexandria Warwick Þýð: Solveig Sif Hreiðarsdóttir Dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi. Byggð á mótífum úr Fríðu og dýrinu og goðsögninni um Hades og Persefónu. Lífsbarátta Músu frá Jaðarskógi hefur verið erfið. Foreldrar hennar létust þegar hún var unglingur og hún hefur þurft að annast tvíburasystur sína og sjá til þess að þær lifðu af harðan og eilífan veturinn. 460 bls. Krummi bókaútgáfa KIL Nóvella – Ævintýrið Höf: Johann Wolfgang von Goethe Þýð: Jón Bjarni Atlason, Kristján Árnason og Þórarinn Kristjánsson Í þessari bók eru birtar tvær sígildar sögur eftir Goethe sem notið hafa mikillar hylli meðal bókmenntaunnenda allt frá því þær komu fyrst fyrir almenningssjónir fyrir tveimur öldum. 136 bls. Ugla KIL Malarhjarta Höf: Abdulrazak Gurnah Þýð: Helga Soffía Einarsdóttir Margslungin og áhrifamikil saga um mikilvægi þess að tilheyra. Ein sterkasta skáldsaga tansaníska Nóbelsverðlaunahafans Abdulrazak Gurnah (f. 1948), en áður hefur komið út eftir hann á íslensku skáldsagan Paradís. 400 bls. Angústúra KIL Marta, Marta Höf: Marjun Syderbø Kjelnæs Þýð: Hjálmar Waag Árnason Titill þessarar áhrifamiklu færeysku skáldsögu vísar til Biblíupersónunnar Mörtu í Nýja testamentinu. Henni var ráðlagt að sneiða hjá óþarfa átökum og beina sjónum að hinu jákvæða og góða í lífinu. En Marta í skáldsögunni spyr hvar hið jákvæða og góða leynist í heimi þröngsýni og óréttlætis? 143 bls. Ugla KIL Mál 1569 Wisting serían Höf: Jørn Lier Horst Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson Norski lögregluforinginn William Wisting er í sumarleyfi þegar honum berst bréf. Í umslaginu er aðeins eitt blað með áletraðri talnarunu: 12-1569/99. Þetta er númerið á 15 ára gömlu morðmáli sem þegar hefur verið rannsakað og dómur fallið í fyrir löngu. En einhver vill að það sé rannsakað upp á nýtt. 412 bls. Ugla KIL RAF Millileikur Höf: Sally Rooney Þýð: Bjarni Jónsson Tveir bræður, þrjár ástkonur, átök og uppgjör: Faðir Péturs og Ívans er nýdáinn og sorgin ristir inn í kviku; taugarnar eru þandar, samskiptin erfið og hvor um sig þarf að gera upp líf sitt og langanir. Einstaklega grípandi metsölubók um ást, missi og órjúfandi tilfinningabönd eftir hina írsku Sally Rooney sem var víða kjörin besta bók ársins 2024. 471 bls. Forlagið - Mál og menning IB Minnisblöð veiðimanns Höf: Ívan Túrgenev Þýð: Áslaug Agnarsdóttir Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna. Í bókinni fer sögumaður um sveitir Rússlands og hittir landeigendur, ráðsmenn, bændur og bóndakonur auk annarra minnisstæðra persóna. Hann lýsir þessu fólki með raunsönnum og eftirminnilegum hætti en sagan er þó ekki síður óður til rússneskrar náttúru – birkiskóganna og sveitarinnar. 526 bls. Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort46 Skáldverk  ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.