Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 45

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 45
IB Lettinn Pietr Höf: Georges Simenon Þýð: Guðmundur J. Guðmundsson Lögregluforinginn Maigret fær tilkynningu frá Interpol um að alræmdur svikari, sem gengur undir nafninu Lettinn Pietr, sé á leið til Frakklands. Maigret fær ítarlega lýsingu á útliti hans og ætlar að handtaka hann á lestarstöð við París. En þegar þangað kemur reynast æði margir samsvara lýsingunni á Lettanum Pietr. 184 bls. Ugla KIL RAF HLB Leynigesturinn Höf: Nita Prose Þýð: Magnea J. Matthíasdóttir Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Þernan. Molly Gray er orðin yfirþerna á hinu glæsilega hóteli Regency Grand. Þegar heimsþekktur rithöfundur er myrtur í einum sal hótelsins umturnast líf hennar. Margir liggja undir grun og allir virðast hafa eitthvað að fela. Er Molly sjálf til dæmis eins saklaus og hún segist vera? 317 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Litla leynivíkin í Króatíu Höf: Julie Caplin Þýð: Kristín V. Gísladóttir Siglið til hinnar fögru Króatíu og upplifið sumarsól, skínandi tyrkisbláan sjóinn og ástarævintýri sem vara að eilífu ... Þegar hinni jarðbundnu Maddie er boðin sumarvinna á snekkju getur hún ekki sagt nei. Þar kynnist hún Nick. Í lítilli, ægifagurri leynivík kemur í ljós að þau eiga kannski meira sameiginlegt en virtist við fyrstu kynni. 399 bls. Ugla KIL Lofaðu mér því Höf: Jill Mansell Þýð: Snjólaug Bragadóttir Lou er hamingjusöm og hæstánægð með lífið og tilveruna. En skyndilega fer líf hennar á hvolf og hún þarf að byrja upp á nýtt. Henni býðst að flytjast í lítið þorp í Cotswolds og vinna fyrir gamlan skrögg að nafni Edgar Allsopp. Hann gefur henni loforð sem ekki er hægt að hunsa. 365 bls. Ugla KIL Maðurinn í skiltinu Höf: María José Ferrada Þýð: Jón Hallur Stefánsson Þegar Ramón býðst að vakta risastórt auglýsingaskilti Coca-Cola-fyrirtækisins við þjóðveg í hverfinu grípur hann tækifærið og ákveður að setjast að í skiltinu í leit að merkingu hlutanna. Ákvörðun hans kemur illa við nágrannana, sem finnst hann ógna heiðri hverfisins, og fyrr en varir taka þeir málin í sínar hendur. 168 bls. Angústúra KIL RAF HLB Kóngsríkið 2 Kóngurinn af Ósi Höf: Jo Nesbø Þýð: Bjarni Gunnarsson Veldi bræðranna Carls og Roys Opgard riðar til falls þegar erkióvinur þeirra, lögreglustjórinn Kurt Willumsen, finnur nýja tækni sem hann telur geta sannað sekt þeirra í óupplýstum morðmálum. Óveðursskýin – og líkin – hrannast upp og bræðurnir lenda í blóðugu kapphlaupi við réttvísina. Mögnuð saga eftir meistara norrænu glæpasögunnar. 403 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB Krufning Kay Scarpetta serían Höf: Patricia Cornwell Þýð: Ari Blöndal Eggertsson Réttarmeinafræðingurinn dr. Kay Scarpetta er kölluð á vettvang óhugnanlegs morðs þar sem illa leikið lík konu hefur verið stillt upp. Um líkt leyti verða óútskýrð andlát á leynilegri rannsóknarstofu úti í geimnum. Kay fær það verkefni hjá yfirvöldum að komast að því hvað gerðist – í hugsanlega fyrsta glæpnum sem framin er úti í geimnum. 357 bls. Ugla KIL Kvein gráhegrans Höf: Ann Cleeves Þýð: Friðrika Benónýsdóttir Það er steikjandi hiti í Norður-Devon á Englandi og ferðamenn flykkjast að ströndinni. Lögregluforinginn Matthew Venn er kallaður út á vettvang glæps í húsi listamanna úti í sveit. Þar blasir við honum sviðsett morð. Maður að nafni Nigel Yeo hefur verið stunginn til bana með broti úr glerlistaverki dóttur sinnar. 426 bls. Ugla KIL Kvöldið sem hann hvarf Höf: Laura Dave Þýð: Arnar Matthíasson Foreldrar Noru deyja bæði af slysförum. Sorgin heltekur hana, en hálfbróðir hennar heldur því fram að dauði föður þeirra, ríks hótelkeðjueiganda, hafi ekki verið slys. Var faðir hennar myrtur? Hver var þá morðinginn? Hvaða leyndarmáli bjó faðir hennar yfir? Ný spennusaga eftir höfund metsölubókarinnar Það síðasta sem hann sagði mér. 274 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Lagalisti ástarinnar Höf: Abby Jimenez Þýð: Ingibjörg Valsdóttir Manstu eftir Sloan, bestu vinkonu Kristen úr Bara vinir? Heimur Sloan hrundi þegar hún missti unnusta sinn nokkrum vikum áður en þau ætluðu að gifta sig. Tveimur árum síðar hefur hún ekki enn náð tökum á lífi sínu. En hundurinn Tucker, sem stökk inn um topplúguna á bílnum hennar, er um það bil að breyta öllu til batnaðar. 408 bls. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 45GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Skáldverk  ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.