Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 51

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 51
KIL Brimurð Höf: Draumey Aradóttir Ástvinamissir er ávallt sár, hvort sem sá er hverfur til annarrar víddar hefur tvo fætur eða fjóra. En ástin deyr ekki, hún nær yfir allar víddir, því að elska er að lifa. Áttunda bók höfundar. 76 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK Dans jaðrakansins Höf: Guðmundur Andri Thorsson Önnur ljóðabók Guðmundar Andra, sem áður hefur sent frá sér skáldsögur, greinasöfn og endurminningar auk annars efnis af ýmsu tagi. Hér er ort af einlægni, visku og kímni um náttúruna, tímann, mannfólkið, orðin og eilífðina – björt og myndrík ljóð sem kveikja ótal hugsanir og kenndir, opna dyr og nýja heima. 80 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Draugamandarínur Höf: Birgitta Björg Guðmarsdóttir Hýðinu er flett af ávextinum. Fyrir innan leynist ýmislegt: matur, myrkur, minningar. Fyrir utan: vökult auga. Draugamandarínur fjallar um hvað það merkir að gefa af sér. Verkið skoðar, í gegnum hrylling, smáatriði og rytma, þá athöfn sem fer fram þegar matar er neytt. 56 bls. Drápa IB Dreymt bert Höf: Þórarinn Eldjárn Dreymt bert er heildarsafn prósaljóða og örsagna sem áður hafa birst í bókum Þórarins. Myndir í bókinni eru eftir Ingu Maríu Brynjarsdóttur. Í káputexta Jóns Kalmans Stefánssonar segir meðal annars: „Smáprósar Þórarins standa föstum fótum í raunveruleikanum og þurfa samt ekki á honum að halda; í þeirri þversögn blómstrar Þórarinn.“ 66 bls. Gullbringa IB Drungabrim í dauðum sjó Kvæði fyrir ókvæða öld Höf: Hallgrímur Helgason Í þessu eigulega kvæðasafni má finna háttbundin kvæði Hallgríms Helgasonar frá síðasta aldarfjórðungi. Skáldið bruggar seið úr hefðum fortíðar og kenndum samtíðar og blandar ýmist með húmor eða trega. Bókin er ríkulega myndskreytt af höfundinum. 152 bls. Forlagið - Mál og menning Ljóð SVK Ariel Höf: Sylvia Plath Þýð: Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Ariel er tímamótaverk í menningarsögunni, þar sem Sylvía skoðar þemu eins og sjálfsmynd, mannlegt ástand og náttúruna. Líf hennar og dauðdagi hefur hlotið goðsagnakenndan blæ mikið til vegna þessarar kraftmiklu ljóðabókar. 155 bls. Skriða bókaútgáfa SVK Áður en hrafnarnir sækja okkur ljóðaúrval Höf: Knut Ødegård Þýð: Gerður Kristný Knut Ødegård gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 1967 og skipaði sér fljótt í hóp virtustu skálda Noregs. Hann hefur sent frá sér á fjórða tug frumsaminna bóka, ljóð, skáldverk og fræðirit, auk fjölda þýðinga, meðal annars úr íslensku. Gerður Kristný þýddi ljóðin úr norsku. 62 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Áttaskil ljóð og lausavísur Höf: Ása Ketilsdóttir Náttúruljóð eru í fyrirrúmi hjá skáldinu og kvæðakonunni en ýmislegt annað kemur líka við sögu. Í eftirmála segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku m.a.: „Þegar ljóð hennar eru lesin er eins og landið Ísland, með öllum sínum dyntum, veðurfarssveiflum og skapbrigðum hafi valið hana til að túlka sjónarmið sín.” 120 bls. Dimma IB Blóðhófnir Höf: Gerður Kristný Hér er efni hinna fornu Skírnismála listilega flutt í nútímalegt söguljóð, fullt af átökum, harmi og trega, og talar sterkt til samtímans. Gerður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka árið 2010 fyrir þetta einstaka verk, sem er loksins fáanlegt á ný. 120 bls. Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 51GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Ljóð   Ljóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.