Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 50

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 50
KIL Við tölum ekki um þetta Höf: Alejandro Palomas Þýð: Sigrún Á. Eiríksdóttir Myndir: María Elínardóttir Hér vefur Alejandro kyrrlátan og rafmagnaðan þráð svo úr verður saga sem rekur erfiðar bernskuminningar, einstakt samband hans við móður sína, skugga ósýnilegs föður og óheft ímyndunaraflið. Þetta er einlægur vitnisburður manns sem valdi að lifa - þökk sé ástríðu hans fyrir að skrifa sögur. Af blaðsíðunum stafar blíðu og kímni, trega og ást. 304 bls. Drápa KIL Villuljós Höf: Mons Kallentoft Þýð: Jón Þ. Þór Bitur vetur í Linköping. Óleyst morðmál kemur á borð Malin Fors og félaga hennar í lögreglunni. Fyrir fimm árum hafði lík ungs drengs fundist á víðavangi. Nánast öll bein í líkama hans höfðu verið brotin. Enginn vissi hver hann var og rannsókn lögreglunnar miðaði lítt áleiðis. En dag einn hefur kona í Alsír samband og segist vera móðir drengsins. 372 bls. Ugla KIL Vinurinn Höf: Sigrid Nunez Þýð: Arnar Már Arngrímsson Þegar rithöfundur missir skyndilega besta vin sinn og lærimeistara situr hún uppi með hundinn hans. Hennar eigin sorg magnast við að horfa upp á hundinn þjást í hljóði. Vinir hennar telja að hún hafi misst tökin á tilverunni en hún vill ekki yfirgefa hundinn nema í örstutta stund í einu. 205 bls. Bókabeitan KIL Þar sem villtu blómin vaxa Höf: Louise Strömberg Þýð: Urður Snædal Maya Björk virðist hafa allt sem nokkur gæti óskað sér. Mikilvæga stöðu í farsælu sprotafyrirtæki, unnusta sem hún hefur elskað síðan á námsárunum og líf í miðbæ Stokkhólms sem flestir gætu bara látið sig dreyma um. En á einu sekúndubroti er þetta allt tekið frá henni. 309 bls. Sögur útgáfa KIL Þegar ástin deyr Sumt fólk er ætlað hvort öðru. Höf: Clare Swatman Þýð: Illugi Jökulsson Þegar Fran og Will hittast sem börn vita þau um leið að þau eru ætluð hvort öðru. Í ellefu ár eru þau óaðskiljanleg en þegar þau eru átján ára flytur Will í burtu og hverfur úr lífi Fran. Tuttugu og fimm árum síðar er Will kominn aftur. Eru forlögin að reyna að gefa þeim annað tækifæri? 400 bls. Drápa KIL Treystu mér Höf: Anders Roslund Þýð: Elín Guðmundsdóttir Allt leikur í lyndi hjá Ewert Green. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár er hann í sambandi við konu sem hann vill hafa sig til fyrir. Hvernig í ósköpunum gat þá allt breyst í martröð með banvænum sprautuskömmtum, líffæraviðskiptum, þrælahaldi og mannránum? Og hvernig varð þetta allt saman til þess að manneskja nákomin Ewert var myrt? 487 bls. Ugla KIL Uppskrift að jólum Höf: Jo Thomas Þýð: Herdís H. Húbner Clara hefur alltaf þráð að eiga jól í faðmi ástvina og fjölskyldu, umvafin hlýju og gómsætum mat. Svo að þegar nýi kærastinn hennar biður hana að flytja með sér til Sviss, getur hún ekki annað en sagt já! Því að hvað gæti verið fullkomnara en jól í Ölpunum? 346 bls. Bókafélagið KIL RAF HLB Útvörðurinn Höf: Lee Child og Andrew Child Þýð: Jón Hallur Stefánsson Jack Reacher kemur í veg fyrir mannrán í smábæ í Tennessee-fylki. Tölvukerfi bæjarins liggur niðri eftir gagnaárás og maðurinn sem Reacher bjargaði reynist hafa verið upplýsingatæknistjóri í plássinu. En hvers vegna eru allir þessir rússnesku glæponar á höttunum eftir óbreyttri tölvublók? Þetta er tuttugasta og fimmta bókin um töffarann Reacher. 368 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL Vaxtarræktarkonan einmana Höf: Yukiko Motoya Þýð: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Frumlegar smásögur úr japönskum samtíma sem fjalla um tengsl og samskipti á óvæntan hátt. Sögupersónurnar takast á við hið gróteska, framandi og ævintýralega í hversdeginum og frelsast úr viðjum vanans. 252 bls. Angústúra KIL Við höfum alltaf átt heima í kastalanum Höf: Shirley Jackson Þýð: Gunnhildur Jónatansdóttir Gotnesk klassík. Við kynnumst systrunum Merricat og Constance sem hefur báðum verið útskúfað úr samfélagi þorpsbúa vegna skelfilegra atburða í fortíð þeirra. Þær lifa fábrotnu en hamingjuríku lífi á ættaróðali sínu í útjaðri þorpsins þar til tilveru þeirra er ógnað af utanaðkomandi öflum. 233 bls. Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort50 Skáldverk  ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.