Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 36

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 36
SVK Milli trjánna Höf: Gyrðir Elíasson Safn 47 fjölbreyttra og meitlaðra smásagna. Bókin hefur hlotið einróma lof og færði höfundinum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis. 259 bls. Dimma IB Minningablómið fölnar Höf: Sveinn Snorri Sveinsson Þetta er sönn saga af Simma og vinum hans en þeir alast upp í litlum bæ austur á landi. Samhliða ævisögu þeirra kynnumst við Ením Eními og lífinu á plánetunni Krul. Farið er á milli þessara tveggja sögusviða og frásögn Eníms leiðir okkur inn í framandi heima þar sem örlög Simma verða uppspretta að nýju ævintýri sem enn sér ekki fyrir endann á. 368 bls. LS útgáfa IB RAF HLB Mín er hefndin Höf: Nanna Rögnvaldardóttir Þegar Bergþóra í Hvömmum finnur lík á víðavangi sér hún strax að maðurinn hefur verið myrtur. Hún veit að ýmsir báru heiftarhug til hans eftir réttarhöld þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu. Sjálfstætt framhald af Þegar sannleikurinn sefur. 223 bls. Forlagið - Iðunn KIL RAF Morð og messufall Höf: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir Fyrsta atvinnuviðtal Sifjar, nýútskrifaðs guðfræðings, fer ekki eins og hún hafði vonað. Eftir að þau sóknarpresturinn ganga fram á lík við altarið er henni boðin tímabundin staða kirkjuvarðar frekar en prestsembætti. Hún einsetur sér að sanna sig en fljótlega kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í sókninni. Sprenghlægileg glæpasaga. 304 bls. Forlagið - Mál og menning IB Líf Höf: Reynir Finndal Grétarsson Fjölskyldufaðir finnst látinn á heimili sínu og virðist hafa fallið fyrir eigin hendi. Við krufningu kemur í ljós örlítið frávik sem breytir öllu. Guðrún Ýr Ingimarsdóttir rannsóknarlögreglumaður tekur að sér málið. Hún er eldskörp en líka þrjósk og rekst gjarnan á veggi kerfisins. Í ljós kemur að þetta er aðeins upphafið að miklu stærri ráðgátu. 288 bls. Sögur útgáfa IB RAF HLB Lokar augum blám Höf: Margrét S. Höskuldsdóttir Kajakræðarar hverfa sporlaust vestur í Dýrafirði og lögregluteymið Ragna og Bergur eru sett í málið. Á sama tíma vinnur par frá Reykjavík að endurbótum á gömlu húsi á Flateyri sem reynist eiga sér nöturlega sögu. Sjálfstætt framhald af Í djúpinu. Vestfjarðaglæpasaga í klassískum anda sem fær hárin til að rísa. 327 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL RAF Lúx Sögukorn Höf: Ágúst Guðmundsson Ung íslensk hjón búa í Lúxemborg á þenslutímunum fyrir hrun. Þau eru ólík en ástfangin. Hún er háttsett í banka, hann sér um heimilið og einkabarnið. Brátt koma upp ýmis siðferðileg álitamál og það hriktir í stoðum hjónabandsins. 120 bls. Ormstunga KIL Marginalía Höf: Ýmsir höfundar Mörgum árum eftir að leiðir þeirra skildu hittast íslenskufræðingurinn Styrkár og blaðakonan Garún í Eddu, nýju heimili handritanna og húsi íslenskunnar. Ljós flökta, hurðir opnast og lokast án sýnilegrar ástæðu og ógnandi nærvera gerir vart við sig. Skyndilega eru Styrkár og Garún læst inni og verða að vinna saman til að komast aftur út. 165 bls. Króníka B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort36 Skáldverk  ÍSLENSK Heimili hinna fullkomnu glæpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.