Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 1
Ágangur búfjár.
Samið hefur
P á 11 Ii r i e m.
I.
Inngangur.
Orðið ágangur er eigi haft í hinu forna lagamáli, í
þess stað er þar haft orðið beit *), en orðið beit er bæði
að fornu og nýju víðtækara, en orðið ágangur. Ágangur
bútjár er heimildarlaus beit búfjár 1 2), og fyrir því er orð-
ið notað hjer. Aptur á móti er orðið búfje venjulegt
bæði að fornu og nýju, og er rjettara að nota það, en
orðið skepnur3) og peningur4), sem eigi íinnst í fornum
ritum í þessari merkingu. Orðið búfje skýrir vel, hvers
1) Grg. II. (o: Grágás, Staðarhólsbók. Kjöbenhavn 1879) bls.
430: Ef sá maðr, er fyr beit verðr. Grg. Ib. (o: Grágás
(Konungsbók) II. Kaupmannahöfn 1852) bls. 225.
2) Sbr. Alþingistíðindi 1885. C. bls. 144.
3) Alþt. 1885 C. bls. 48: Frumvarp til laga um innsetning á
skepnum. bls. 144: Frumvarp til laga um helgi lands fyrir
ágangi af skepnum.
4) Frumvarp til landbúnaðarlaga fyrir ísland, samið af meiri
hluta nefndar. Rvík. 1877, bls. 13—15, 53 o. v. Frumvarp til
landbúnaðarlaga fyrir ísland, samið af minni hluta neindar.
Rvik, 1878, hls. 17—18, 23—24 o. v.
Lögfræðingur I. 1897.
1