Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 5
Ágangur búfjár.
Jónsbók mjög ógreinileg ákvæði um garðlagsskyldu manna,
og óljóst, livort átti að greiða skaðabætur fyrir ágang af
öllu búfje, þar sem enginn var löggarður, og garðlagsskylda
hvíldi eigi á neinum manni; að minnsta kosti var fallinn burtu
hinn mikli munur, er gjörður var í Grg. á því, hvort ágang-
urinn var á tún og engjar eða einungis á haga. Af sögu
Arna biskups má sjá, að þegar Jónsbók var lögtekin á
alþingi 1281, var það eitt af því, sem bændum mislíkaði,
að eigi var í henni lagaákvæði um »helgi túns ok akra
ok engja« '), og hlýtur þar að vera átt við ákvæði Grá-
gásar um helgi þeirra. þetta þótti þá óskynsamlegt af
bændum * 1 2), en þorlákur Narfason lögmaður fór utan 1293
með beiðslur bænda um breytingar á Jónsbók snertandi
þetta og annað; hann kom aptur árið eptir með rjettarbót
Eiríks konungs Magnússonar 2. júlí 12943), þar sem
gildi'. pá skal sá gjalda uslann, er garð átti . . . En sá er
eigi vildi gerða. ábyrgist skaða þann allan, sem gjörr verðr,
hvers fénaðr sem gerir.
1) Biskupa sögur I. bls. 719.
2) Biskupa sögur I. bls 723.
3) Safn til sögu íslands II. bls. 45. Rjettarbótin er gjörð á
Sviðhúnsvökudag, sem bæði er 2. og 15. júlí, og því er það
á reiki lijá mönnum, liveru dag hún er dagsett (Lovsaml. f.
IsL I. bls. 17, Norges gl. Love IV. bls. 341, Isl. fornbrjefas.
II. bls. 282). Rjettarbót þessi var síðan bútuð í sundur og
smágreinum úr henni skotið hjer og hvar inn í Jónsbók.
Dr. Jón þorkelsson yngri getur þess í Isl. fornbrjefasafni II.
bls. 390, að þessi siður að skjóta smágreinum inn í Jónsbók
hafi líklega hafist með rjettarbót Hákonar konungs háleggs
14. júní 1314 um ymsar breytingar á Jónsbók, því að það er
beinlínis skipað í henni að láta skrifa greinar hennaríJóns-
bók. En þetta var mjög gamall vani, sem tíðkaðist við hand-
ritin af Grágás, og var svo haldið áfram við handritin af