Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 8
8
Páll Briem.
ágang á tún, akra og engi, »]»ó at eigi sjelöggarðr um«.
Nú má ætla, að rjettarbótin eigi að eins við jiau tilfelli,
þar sem löggarð vantar um tún, akra og engi, og eigi sje
skylt að gjöra löggarð um jiau.
Að vísu var, eins og áður liefur verið tekið fram,
ákveðið í Jónsbók, að greiða skyldi skaðabætur fyrir ágang
í jiessum tilfellum, en það var kveðið svo að orði: »Nú
ef búfé gengr úr kvíum, eða geldfé úr afrjett ok gerir
mönnum skaða, sá er Jiat fé á, gjaldi skaðann þann all-
an, sem metinn verðr, landnámslaust, nema liinn hafi eigi
löggarð, þar er hann skyldi hafa, ok missi jiá skaðabóta« ').
Fyrir því mætti ætla, að rjettarbótin kvæði skýrar á um
skaðabætur í þessum tilfellum, jiannig að þær skyldi greiða
fyrir allt búfje, og svo skvldu ýmsir greiða landnám auk
skaðabótanna.
En þessi skoðun getur jió eigi staðist. Ef rjettar-
bótin hefði eigi haft meiri þýðingu, er lítt hugsanlegt, að
menn hefðu farið að gjöra aðfinningar við Jónsbók út af
jiessu; ákvæðin í Jótisbók urðu eptir eðlilegri skýringu að
ná yfir allt búfje, og mátti þá nægja að fá skaðabætur,
eins og þar er ákveðið, og óeðlilegt að fá ný ákvæði aö
eins um, að landnám (sektír) skvldu greiðast í jiessum
tilfellum. j>essi skoðun er Jiví fvrst og fremst eigi eðli-
leg, enda verður hún eigi samrýmd við orð rjettarbótar-
innar, sem segir að fulla skaðabót skuli greiða fyrir ágang
búfjár á tún, akra og engi, þó að eigi sje löggarður um,
ltjettarbótin sjálf gefur enga átyllu til að takmarka orð
hennar, og jiar sem hún kemur á eptir Jónsbók, |iá má
eigi takmarka víðtæki rjettarbótarinnar með Jónsbók, held-
3) Jb. Llb. 31. kap,