Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 10
10
Páll Briem.
Jiola slíkan ágang bótalaust, og af því að orðið beit í rjett-
arbótinni nær yfir fugla, sem bíta gras, þá sýnist rjett að
skoða ágang alifuglanna á sama hátt sem ágang búfjár al-
mennt.
Auk rjettarbótarinnar eru í Jónsbók sjerstök ákvæði
um engi, er maður á í landi annars manns, og um hólma,
er á brýtur af engi manns. þessi ákvæði standa enn í
fullu gildi, og viljum vjer því fara um þau nokkrum orð-
um.
Um engi á annars manns jörðu gilda sjerstakar regl-
ur, sem kom af því, að sá, sem átti jörð undir, átti allt
annað en engivöxtinn *). Eigandi engisins mátti beita
engið, ef liann vildi það lieldur en slá það, en þá varð
hann að láta mann fylgja fjenu, er gætti þess, að fjenað-
urinn gengi eigi í engi eða haga landeiganda 8).
Að öðru leyti má landeigandi beita engið, en þó svo
að liann á að verja engiö fyrir liinn, frá því G vikur eru
af sumri — en þá byrjar almennt, engjavarsla eptir Jóns-
bók — og þangað til hinn slær engið, sem á að vera í
fyrirrúmi fyrir öðru1 2 3). Engieigandi getur og haft lög-
1) Jb. Llb. 24 kap: Hverr maðr á engivöxt í sínu engimarki,
en ef víðara vex, þá á sá, er jörð á undir.
2) Jb. Llb. 2. kap: Nú býr maðr svá nærengisínu, því er hann
á á annars jörðu, at hann vill heiman beita ok slá eigi, þá
á hann þess kost, svá at hann skal mann hafa at fé sínu,
ok gætasvá, at eigi gangi í engjar eða haga hins.
3) Jb. Llb. 22. kap: Ef maðr á engi í annars manns jörðu,
þá skal hinn eigi beita engi þat, frá því er 6 vikur eru af
sumri, en sá er engit á, skal þat fyrst vinna láta, nema fyrr
vili hann láta vinna töðu sína.
23. kap.: Ef maðr lætr engi sitt óslegit liggja 3 sumur
samfleytt, þá er hinn eigi skyldr at verja, (í hinum prentuðu