Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 22
Páll Briem.
22
Samkvæmt þessu er eingöngu miðað við, livort garð-
ur sje gildur eða eigi, og spurningin um þetta fer eptir
áliti. Gildi garðsins er því eigi bundið við, að garður-
inn sje löggarður, heldur er það ákveðið eptir úliti, og það
álit hlýtur að miðast við gripheldi garðsins, og þetta er
ennþá eðlilegra, þar sem ákvæði þessi eru tekin úr norsk-
um lögum, þar sem timburgarðar voru almennir ‘). Alit-
ið á garðinum gat farið fram á grannastefnu (17. júní),
en gat líka farið fram, þegar garður var brotinn, sem
sýnir, að álit þetta gat farið fram, hvenær sem þörf hef-
ur verið á; þeir, sem meta garðinn, geta verið grannar
eða hverjir aðrir óvilhallir menn.
Yjer höfum nú rannsakað ákvæðin um varnargarða,
og samkvæmt því eru gildir garðar eigi að eins grip-
heldir löggarðar, heldur og hver önnur girð-
ing, sem er griplield.
Akvæði þau, sem að framan eru tekin upp úr Jóns-
bók, bera með sjer, að, þar sem eru gildir garðar, þar varð-
ar ágangur búfjár við lög. Að vísu þarf eigi að beita
þessum reglum, að því er snertir tún, akra og engi, því
að í rjettarbót 2. júlí 1294 eru nægileg fyrirmæli um slík-
an ágang, en aptur á móti eru fyrirmæli Jónsbókar um
ágang, þar sem eru gildir garðar, mjög mikilsverð, að
því er við kemur högum, og eins og vjer munum síðar
minnast á, þar sem eru heygarðar, matjurtagarðar o. fl.
Fyrirmæli Jónsbókar um þennan ágang eru nokkurn veginn
ljós, en samt sem áður munum vjer athuga þau nokkuð
nákvæmar síðar, þar sem rætt verður um viðurlögin fyrir
áganginn.
1) Gulaþingslög. kap. 82. Landslög. YII—30. (Ng. gl. Love. I.
bls. 40. II. 123).