Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 26
26
Páll Briem.
skipuð vinnumönnum, þeir er verkmenn sjeu að meðallagi
J>ó að þetta sje eigi tekið upp í Jónsbók, þá sýnir það
þó, livernig hinn almenni mælikvarði er, og því er rjett
að fara eptir þessu.
þ>á er ennfremur tekið fram, að ekki skuli vinna,
meðan garðönn er, annað en reka smalann heiman og
heim, og færa heim eldibranda. Eins og áður er getið,
verður að miða vinnumannatöluna við, hversu marga menn
þarf á jörðina, svo að fullskipað sje, og eins verða menn
að ætla, að með þessum orðum sje ákveðið, að vinna megi
með vinnumönnunum þau bústörf, sem ávalt ber nauðsyn
til að vinna, þannig að vinnumenn jarðarinnar megi ekki
að eins starfa að smölun á íje og heimflutning eldibranda,
heldur í heild sinni að allri hirðing á búfje, að verkun á
eldivið og að annari vinnu og störfum, sem búinu eru
jafn nauðsynleg.
þá er engin skylda til garðlags, ef torf þarf að flytja
að á eykjum. Eptir Grágás gilti hið sama um grjót sem
torf, þannig að ef annaðhvort grjót eða torf var hjá, þá
var maður skyldur til garðlags1 2). En í Jónsbók er að
eins nefnt torf, og verður því eingöngu að miða við það.
J>etta torf verður að vera hæfilegt byggingarefni, því að,
ef það er óhæfilegt efni, þá kemur að því, að torf þyrfti
á hestum að flytja eða öðrum áburðarskepnum.
En nú er annað að athuga. Garðurinn verður að
vera varnargarður að fullu gagni um hagana, þannig að
fje komist eigi á öðrum stöðum og gjöri skaða á landi
því, sem garðurinn er um. þetta liggur í ákvæðum
Jónsbókar, að sá, er eigi vill girða, skuli hafa ábyrgð á
1) Grg. II. bls. 450, Ib. bls. 90, sbr. bls. 121.
2) Grg. Ib. bls. 90, II. bls. 451.