Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 27
Ágangur búfjár.
27
öllum skaða, er af ágangi verður, því að annars væri eigi
liægt, að leggja þessa ábyrgð á hann. Ennfremur liggur
það í eðli málsins, að enginn getur verið skyldur til, að
gjöra gagnslausan garðspotta, en af þessu leiðir, að þeg-
ar meta skal, hvort gjöra megi garðinn milli anna á 3
sumrum með vinnumönnum jarðarinnar, þá má eigi miða
við garðspotta, er einhver nágranninn vill láta gjöra, held-
ur verður að miða við þann garð, er að fullu gagni kæmi
um haga manns. þ>á leiðir það og af þessu, að það er
eigi nóg, þótt torfvelta sje sumstaðar við garðinn, ef það
er eigi allstaðar, því að, ef garðurinn verður eigi allur
gjörður með byggingarefni við hann, þá verður garðurinn
eigi að fullu liði.
Vjer höfum nú rannsakað skyldu manna til að gjöra
varnargarða um land sitt, þar sem enginn hefur áður
verið.
[>ví næst viljum vjer athuga skyldu manna til
að gjöra varnargarða, þar semáður hafa verið.
Um þetta eru ákvæðin í Jónsbók, Llb. 31. kap., þar
segir svo:
»Ef merkigarðr lieíir verit bóla í milli, ok er sá niðr
fallinn, þá skulu þeir, er hafa vilja, girða sinn hlut, ok
bjóða hinum, er móti eigu, at girða sinn hlut. En sá,
er eigi vildi girða, ábyrgist skaða þann allan, sem gjörr
verðr, hvers fjenaðr sem gerir, ok tvá aura á ofan þeim,
er fyrir skaða verðr«.
Hjer verður spurning um, livort að eins sje átt við
garða þá, er niður voru fallnir á þeim tíma, er Jónsbók
var lögtekin, en þetta verður eigi álitið rjett að vera, því
að sú hugmynd liggur auðsjáanlega bakvið lagafyrirmæli
[ietta, að öllum þeim görðum, sem gerðir liafa verið, skuli