Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 29
Ágangur búfjár.
2Í)
sem líka er sagt eptir jarðarliöfn eða að jarðarhefð (Jb.
Llb. 31. og 32. kap. sbr. 54. kap.). Fyrir því verður að
skipta görðum til garðlags eigi að eins milli jarða, þar
sem lönd liggja saman, heldnr og milli manna, ef fleiri
menn eru á jörðum, or liafa sameiginlega haga. Verður
nú spurning um. livort fara eigi eptir lögákveðnu jarða-
mati, eins og það er í livert skipti eða fara skuli eptir
öðru. A móti því að fara eptir lögákveðnu jarðamati mælir,
að það er eigi áreiðanlegur mælikvarði fyrir jarðarmagn-
inu; jarðir geta á nokkrum árum batnað, en aðrar gengið
af sjer og jafnvel lagst í eyði. Fyrir því virðist rjettara,
að meta jarðarmagnið í livert skipti, og skipta görðunum
eptir því. En nú verður að atliuga, hver sje skyldur að
gjöra garðana, hvort það sje jarðarábúandinn, jafnvel þó
að hann sje leiguliði, eða að skyldan hvíli að eins á jarðar-
eigandanum.
Ef skyldan að eins livíldi á jarðarábúandanum, þá
væri garðlagsskyldan að miklu leyti fallin burtu, að því
er snertir leiguliða, því að eptir ábúðarlögunum, 12. jan.
1884, 15. gr., er leiguliöi að eins skyldur að halda uppi
nytsömum mannvirkjum, er jörðu fylgja. Leiguliðinn er
því livorki skyldur, að byggja nýja garða eða garða í stað
eldri garða niðurfallinna.
Eptir orðum Jónsbókar verður eigi álitið, að garð-
lagsskyldan livíli á leiguliðunum, heldur hvílir hún ein-
ungis á jarðareiganda. j'annig er það ljóst, að, þar sem
gjöra skal afrjettargarö, þar skal stefna þeim til garðlags,
er afrjett eiga ‘), og að sama gildi um aðra garða sjest á
1) Jb. Llb. 54. kap.: skulu gaið gera at jarðamagui, svá
sem hverr á í afrjett til.“