Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 31
Ágangur búfjár.
31
Samkvæmt þessum ákvæðum skal sumstaðar fyrir nes
g'irða, þ. e. fara krókinn, en sumstaðar taka stefnuna
sem beinasta, og fer það eptir því, hvað fvrir verður;
þannig skal fara krókinn og halda merkjunum, ef fyrir
verður höggskógur, eggver eða töðuvöllur, og í flokk með
þeim verður að setja land, sem er eins þýðingar mikið
t. a. m. matjurtagarðar o. sv. frv.. en beina stefnu skal
taka, ef fyrir verður rifhrís1) eða engi, og þar sem þetta
gildir um engi, þá verður það því fremur að gilda um
liaga.
Um þessi lönd verður að gilda sú regla, að þeir, er
skulu skipta, skulu rjetta merki þeirra, er hlut eiga að
jnáli2), en eðlilegast er að álíta, að því að eins skulirjetta
merkin, að annar málsaðila óski þess, enda er í prentuðu
útgáfunum af Jb. bætt við »nema vili« sem verður að
skýrast svo: nema hvorugur vilji. þ>aö er eigi ástæða til,
að t.elja þessa reglu afnumda með 50. gr. stjórnarskrár-
innar, því að það er þörf almennings, ef garðar eru gerð-
ir, að þeir verði sem beinastir og stystir, enda er hjer
sama reglan sem í 50. gr. stjórnarskrárinnar, að endur-
gjald skal veitt að fullu, og liggur það í þeim ákvæðum,
að, ef engi er tekið af öðrum, þá skuli láta hinn liafa
engi jafngott, jafnhægt og að öllu jafnmikið 3).
þ>á er enn fremur sameiginlegt fyrir garða þá, sem
gjörðir eru í stað niðurfallinni garða, og nýja garða, að
þeim skal halda við. Um þetta eru skýlaus ákvæði í
1) Jb. Llb. 24. kap. „En þat er rifhrís, er skjótara er at rífa
upp, en höggva. En þat er höggskógr, er skjótara er at
höggva, en rífa“; sbr. Orág. II. bls. 469.
2) Sbr. Grrg. II. bls. 451 og Ib. bls. 90.
3) Sbr. Grg. II. bls. 452 og Ib. bls. 91.