Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 34
34
Páll Briem.
vörður eða merkjagarð eða grafa merkjaskurði. Samkvæmt
þessu þarf því engin landamerki að setja, þar sem landa-
merki eru glögg af náttúrunni; eru nefnd sem dæmi, er
landamerkin miðast við: fjöll, gil, ár eða lækir og í flokk
með þeim má setja liamra, hóla, borgir, kíla, sund, jarð-
fasta steina o. s. frv. far sem svo stendur á, er engin
skylda til að setja merkjagarð, og sýnir þetta, að merkja-
garðar hafa að eins þá þýðingu, að gjöra merkin glögg,
því að það væri óhugsandi, að lögin legðu manni á herðar
skyldu til að hlaða merkjagarð, er væri varnargarður í
merkjum, og verja til þess miklum kostnaði, að eins þar
sem merki væru óglögg af náttúrunni, enda sýna ogorð-
in í 2. gr.: »Eru báðir þeir, er land eiga að merkjum,
skyldir að leggja til jafnmikla vinnu að gjöra merkin
glöggn, og: »Nú vill annar vinna að merkjasetning«, að
hjer er eingöngu um landamerki að ræða, en alls eigí
neina varnargarða.
Samkvæmt þessu hafa landamerkjalögin eigi breytt
ákvæðum Jónsbókar um gilda garða og garðlagsskyldu
manna; standa ákvæði þessi enn í fullu gildi; látum
vjer því út talað um þau að sinni, en munum síðar ræða
um viðurlögin fyrir ágang, þar sem gildir garðar eru um
haga eða garðlagsskylda livílir á mönnum,
(Framh.)