Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 36
36
Páli Bríem.
und krónur, og að liún sje byggð N. N, til erfða; eru
leiguskilmálar venjulega á þessa leið:
1. Jörðin er byggð N. N. og eptirlifandi ekkju hans til
erfðaábúðar. J>egar N. N. og eptirlifandi ekkja hans eru
dáin, skal ábúðarrjetturinn ganga að erfðum til niðja hans
og ættingja eptir almennum erfðalögum. Leiguliði hefur
arfieiðslurjett, jió svo að hann eigi má arfleiða aðra en
arfgenga ættingja sína. Ef enginn arfgengur niðji eða
ættingi er til, pegar leiguliði og ekkja hans eru látin, eða.
enginn arfgengur niðji eða ættingi vill taka jörðina til
erfðaábúðar, þá skal jörðin falla til þess manns, sem á þá
jörð, sem leigujörð þessi liefur hingað til heyrt undk (þ.
e. aðalbólið).
2. Erfðaleiguliði skal árlega greiða afgjaád í peningum,
sem skal vera jafngildi 25 tunna byggs eptir hvers árs
verðlagsskrá og þóknun að upphæð 60 kr.
3. Erfðaleiguliði skal greiða alla skatta af jörðinni o. s.
frv.
4. Erfðaleiguliði skal halda jörðinni og því, sem henni
fylgir og fylgja ber, í góðu lagi, og skal úttekt fara fram,
þegar nvr erfðaleiguliði tekur við lienni.
5. Erfðaleiguliði hefur greitt 4000 kr. sem festu.
6. þegar nýr erfðaleiguliði tekur við jörðinni, skal í
livert skipti greiða 500 kr. til eigandans að þeirri jörð,
sem leigujörð þessi liefur heyrt undir.
7. Að öðru leyti skulu gilda um erfðaábúð þessaákvæði
jmu, scm í lögum eru sett um lífsábúð ‘),
Eins og sjest á þessum skilmálum er aðalati'iðið, að
1) Samanb. Th. Hindenburg, Juridisk Formularbog. Kli. 1880.
bls. 140—142.