Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 37
Erfðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð.
37
ábúðin gengur aðerfðum, og verður að telja ábúðarrjettinn
eins og hverja aðra eign í búi leiguliða, en sem þó hvorki
má selja, veðsetja, leigja öðrum eða afhenda á annan hátt.
£ó að leiguliði hafi upprunalega gefið 4000 kr. fyrir á-
búðina, getur hann þó eigi gjört sjer verð úr henni, eins
og öðrum eignum sínum; ef leiguliði vill breyta stöðu
sinni, getur hann lent í vandræðum með að fá hæfilegt
andvirði hjá, ef til vill, fjarskildum erfingjum; hann getur
misst ábúðarrjett sinn, ef hann eigi stranglega fullnægir
ákvæðum laganna um lífsábúð. pess vegna er eiginlega
erfðabygging eða erfðafesta alls eigi tíð í Danmörku.
Erfðaleiguliði lilaut að leggja allt kapp á að fá rjett til,
að geta gjört sjer verð úr ábúðarrjettinum eða með öðr-
um orðum, að öðlast rjett til að selja og veðsetja rjett
sinn yfir jörðinni.
Fyrir því er í Danmörku miklu venjulegri hin svo
nefnda erfðafesta með rjetti til aðselja og veð-
s e t j a.
En við þetta breytist rjetturinn algjörlega og verður
allt annað. f'egar svo er komið, þá er eigi lengur að
tala um, að jörðin falli til hins upprunalega eiganda.
I'á er eigi lengur að tala um, að erfingjar hafi neinn sjer-
stakan rjett til að fá ábúð á jörðinni. J>á er heldur eigi
að tala um úttektir o. s. frv. þ>aö er í raun rjettri
lítið annað eptir en hið árlega afgjald. [>ogar erfðaleigu-
liði fær rjettinn til að seija og veðsetja jörðina, þá
borgar liann svo mikið af andvirði jarðarinnar, að afgjald-
ið er eigi nema eins og vextir af lítilli veðskuld, sem hvílir
á jörðinni.
Við þessa breytingu, sem nú hefur verið skýrt frá,
fer leiguliðinn eignarrjett yfir jörðinni, erfðaábúðin hverf-