Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 38
38
Páll Briem.
ur og í stað liennar kemur sjálfseignarábúð, en á eign-
inni hvílir árlegt gjald alveg eins og vextir af veðskuld.
Árgjaldskvöðin á jörðinni getur verið bæði upp-
segjanleg og óuppsegjanleg. En það getur veðskuldin
einnig. J>essvegna er það eigi rjett hugsun, þegar talað
er um, að selja jarðir á erfðafestu með rjetti til að selja
og veðsetja, því að hjer er að eins að ræða um sölu á
jörðum með árgjaldskvöðum. J>egar jarðir eru seldar, er
það venjulegt, að kaupandinn getur eigi borgað andvirði
jarðarinnar að fullu, og það má að s'umu leyti á sama
standa, hvort lögð er árgjaldskvöð á jörðina, eða lögð er
á jörðina veðskuld, sem greiða þarf af árlega vexti. Jeg
hefi eigi getað fundið í þeim bókum, sem jeg hef undir
höndum, hversu margar jarðir í Danmörku eru með ár-
gjaldskvöðum, því að þær eru taldar með öðrum sjálfs-
eignarjörðum, í mótsetningu við leigujarðir. Samt sem
áður er hægt að sjá, að um þessar mundir mun sala með
árgjaldskvöð vera nokkuð almenn, því að árin 1885—94
voru í Danmörku seldar leigujarðir þannig: Með árgjalds-
kvöð voru seldar 433 leigujarðir aðjarðamati 1905 tunn-
ur hartkorn fyrir 9.4 milj.kr., en án árgjaldskvaðar voru
seldar 408 leigujarðir að jarðamati 1883 tunnur hartkorn
fyrir 8.1 milj. kr. Verðið er því hærra í árgjaldsjörðun-
um, þar sem hvert hartkorn í þeim er selt fyrir 4949 kr.,
en í liinum fyrir 4320 'j.
J>etta ber með sjer, að árgjaldskvaðirnar á jörðunum
hljóta að vera mjög lágar, og kemur það vel heim við
það, sem átt hefur sjer'stað hjer á landi, þegar land hefur
1) National ökonom. Tidskrif't. Kh. 1996. bls. 73. Jarðamat í
Danmörku er miðað við hartkorn, að sínu leyti cins og hjor
er miðað við hundruð.