Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 39
Erfðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð.
39
verið selt með árgjaldskvöð, eins og síðar mun verða
minnst á.
í Svíaríki er nokkur hluti af þjóðjörðunum í erfða-
ábúð (árftlig besittningsrátt). Leiguliðinn á að greiða
skatta og skyldur og ákveðið afgjald af jörðinni og halda
húsum og öðru því, er fylgir og fylgja her, í góðu lagi;
skal framkvæma úttekt ájörðinni fimmta hvertár tilþess,
að tryggja þetta. Ef leiguliði vanrækir þessar skyldur,
missir hann ábúðarrjettinn, og á sömu leið fer, ef hann
verður sekur um þjófnað eða þess konar afbrot. Abúðar-
rjetturinn gengur að erfðum til eptirlifandi konu eða manns,
til niðja og stundum til útarfa. Leiguliði getur með sjer-
stökum skilyrðum afhent ábúðarrjettinn. Margbrotnar
reglur eru um það, hversu fara skal með ábúðarrjettinn,
þegar erfingi er í ómegð, þegar annaðhvort lijóna giptist
aptur, þegar leiguliði afhendir ábúðarrjettinn, missir hann
o. sv. frv. Leiguliði þarf að setja ábyrgð fyrir gjöldum
sínum og góðri ábúðJ).
Leiguliði hefur rjett til að fá keypta ábúðarjörð sína,
sem erfðabygging hvílir á, og er kauprerðið reiknað eptir
afgjaldinu1 2).
í Norvegi ásjer stað erfðaábúð líkt og í Danmörku,
svo að það er óþarfi að ræða um það. Aptur á móti er
nauðsynlegt, að athuga sölu á jörðum með árgjaldskvöð,
sem ákveðin var með norskum lögum 20. ágúst 1821.
Með þessum lögum var ákveðið að þjóðjarðir, kirkju-
jarðir eða jarðir almanna stofnana skyldu seljast á upp-
1) Sveriges Rikes Lag. Stholm. 1896. J orda Balk, 16: 2. Byg-
ninga Balk, 17. Nord. Retsenoyklopædi. Y. bls. 435—436.
2) Sv. R. L. Jorda Balk, 1: 2. K. K. 15. des, 1848. Nord. Ret3-
onc, V. bls. 307-308.