Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 45
Erfðaábúð, sjálfsábúð og Ieiguábúð.
45
skýra frá tilraunum og framkyæmdum, sem gjörðar hafa
verið í öðrum löndum til þess, að mynda smájarðir og
útvega verkmönnum jarðnæði, og má að nokkru leyti bera
það saman við ástandið hjer á landi, því að verkmenn
eru fátækir, og eiga erfitt með að halda í jarðir sínar í
hörðum árum, þegar þeir missa atvinnu og þurfa að taka lán.
Hjer er fyrst að minnast á England. Af ýmsum
ástæðum hafa auðmennirnir náð undir sig miklum hluta
jarðeigna í landinu, og fram að síðustu árum hefur stefn-
an verið sú, að bændur hafa selt undan sjer jarðirnar í
hendur auðmanna. Afleiðingin er sú, að á Englandi er
tiltölulega lítið af sjálfseignarbændum, heldur taka menn
jarðir til ábúðar, sem þeir leigja frá ári til árs. J>etta
hefur að sumu leyti reynst vel á Englandi, en að
ýmsu leyti fylgja þessu fyrirkomulagi ýmsir ókostir.
Meðal annars hefur orðið mikill hörgull á lóðum handa
verkmönnum (húsmönnum), þar sem þeir gætu haft
garð, grasnyt fyrir kú o. sv. frv. Til þess að bæta úr
þessu, hafa verið sett iög hvað eptir annað. Hin síðustu
lög eru frá 1887, 1890, 1891 og 1894. Með þessum lög-
um er sveitarstjórnunum (áður beilbrigðisnefndunum) gjört
að skyldu, að útvega verkmönnum lóðir, þar sem þörf er
á. Ef eigi er hægt að fá jarðir með sanngjörnum kost-
um, má taka þær lögnámi af eigendum, hvort sem er til
eignar eða leigu. Verkmönnum er síðan leigð lóðin um
14—35 ára tíma, en ekki seld.
Jafnframt þessu hafa verið gjörðar tilraunir til þess,
að mynda smájarðir (small holdings). Árið 1888 var
sett þingnefnd í þetta mál, sem starfaði í 3 ár (1888-90)
og tók vitnisburði margra manna úr ýmsum stjettum víðs-
vegar frá Englandi, eins og þingnefndir jafnaðarlega gjöra