Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 46
46
Páll Brlem,
J)ar í landi. Síðan ritaði nefndin nákvæmt nefndarálit,
þar sem Mn tók fram, að það væri mikilsvert fyrir þjóð-
ina, að smájarðir (en sem lijer á landi mættu kallast með-
aljarðir) yrðu myndaðar víðsvegar um landið; hjelt þessi
nefnd því fram, að jarðirnar skyldu fremur vera sjálfseign,
lieldur en leigujarðir,
Síðan hafa verið sett lög um þetta efni 1892, sem
<eru byggð á nefndarálitinu,
Samkvæmt þessum lögum mega hjeraðsráðin kaupa
jarðeignir og mynda úr þeim smájarðir, er þær svo að
jafnaði skulu selja mönnum með þessum kjörum:
1. Kaupandi skal að minnsta kosti borga einn fimmta
hlut kaupverðsins át í hönd,
2. Einn fjdrði hluti kaupverðsins má standa gegn veði í
jörðinni, óuppsegjanlegu af hálfu seljanda,
3. þaö, sem eptir stendur af kaupverðinu, skal lána gegn
veði í jörðinni. Skai afborga lánið á ðO árum og
greiða af því umsamda vexti.
þ>egar smájörð er seld af hjeraðsráði samkvæmt lög-
unum,ygilda um haha sjerstök ákvæði 20 ár frá söludegi
<og lengur, meðan kaupverðið er eigi að fullu borgað.
j'essi ákvæði eru meðal annars svo:
a. I>egar afborgun af kaupverði er fallin i gjalddaga,
skal greiða hana með stundvísi.
b. Jarðeigninmá eigi skiptast eða sundrast, seljast, leigj-
ast eða byggjast án samþykkis hjeraðsráðsins,
c. Eigandi skal sjálfur hafa jörðina til ábúðar, og skal
nota hana til jarðyrkju.
d. Býli má að eins vera eitt á jörðinni.
e. íbúðarhúsum skal hagað svo, sem hjeraðsráðið ákveð *
ur, til tryggingar gegn óheilnæmi og ofmönnun.