Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 47
Erfðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð.
47
f, Áfenga drykki má eigi selja í neinu íbúðarhúsanna.
Ef þessi ákvæði eru eigi haldin, getur hjeraðsráðið
heimtað skaðab'ætur af eigandanum og látið selja jarð-
eignina. Ef jarðeigandi deyr, getur hjeraðsráðið heimtað,
að jörðin sje seld einum manni, fremur en að henni sje
skipt.
í lögunum er ennfremur mikilsverð ákvæði, sem
miða til að efla sjálfseign og sjálfsábúð, því að í 2. kafla
laganna er hjeraðsráðunum veitt heimild til, að lána leigu-
liðum allt að því 4/5 hluti af kaupverði ábúðarjarða þeirra.
Jarðeignir þær, sem hjeraðsráðin mynda smájarðirn-
ar úr, verða þau að kaupa með samkomulagi við eigend-
urna. Minni hlutinn vildi, að þau gætu tekið jarðeign-
irnar lögnámi, líkt og jarðir eru teknar lögnámi til lóð-
arbletta fyrir verkmenn, en það náði eigi fram að ganga.
^essi lög eru svo ný, að það er enn eigi fengin reynsla
með það, hvernig þau reynast1).
í Norvegi hefur nýlega verið borið upp í stór-
þinginu málið um, að útvega efnalitlum mönnum jarð-
næði; fjekk málið svo mikið fylgi, að stórþingið veitti
árið 1894 200 þús. kr., er mátti lána sveitarstjórnum í
þessu augnamiði. Sveitarstjórnin á að kaupa jarðir til
að skipta þeim sundur í smábýli, er svo skulu seld efnalitl-
um mönnum, sveitarstjórnin má eigi lána meir en 1500 kr.
gegn tryggingu í býlinu. Á kaupandi að borga 4 af
hundraði í vöxtu á ári, og afborga lánið eptir ákvæðum
sveitarstjórnarinnar, þó svo að það sje að fullu borgað
1) Sjá um England: A Eraenkel, Landbrugskriseti. bls. 41—44.
Betænkn. ang. Jordlodder. Bilag. I. bls. 29 og Bilag II.
bls. 1—37.