Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 48
48
Páll Briem.
innan 25 ára. Sveitarstjórnirnar hafa þegar notað lánið
allmikið ').
í Svíaríki hefur samskonar málverið á dagskrá hin
síðustu ár. Árið 1874 var ákveðið á ríkisdeginum, að
selja skyldi á almennu uppboði þjóðjarðir, sem eigi gefa
af sjer meir en 200 kr. í afgjald á ári. Árið 1887 var
ákveðið að selja þjóðjarðir í Norrlandi með 200—500 kr.
afgjaldi, og árið 1888 var ákveðið að selja þjóðjarðir ann-
arsstaðar í Svíaríki, sem gæfu af sjer 2—400 kr. í afgjald
á ári. Var ákveðið, að kaupendur skyldu borga út í hönd
vi0 hluta kaupverðsins, og greiða eptirstöðvarnar á næstu
9 árum. Árið 1889 var borin upp á ríkisdeginum sú
tillaga, að mynda smájarðir úr þjóðjörðunum og selja
þær efnalitlum mönnum gegn því, að þeir borguðu kaup-
verðið á 40—50 árum, ogjafnframt að ríkið skyldi kaupa
stórjarðir, sem svo skyldi skipta og selja á sama hátt.
Frumvarp þetta náði eigi fram að ganga, en bæði árin á
eptir var rætt um þetta málefni, og á ríkisdeginum 1891
var samþykkt tillaga.umað setja milliþinganefnd í málið.
pessi milliþinganefnd hefur síðan samið nefndarálit
og búið til lagafrumvörp, sem miða til þess að útvega
efnalitlum mönnum jarðnæði, en málið er eigi enn útkljáð.
þ>ess skal að eins getið, að bæði nefndin, stjórnin og rík-
isdagurinn ætlast til, að jarðirnar verði seldar til eignar
og að kaupverðið verði að fullu borgað innan 10 ára
frá söludegi1 2).
1) Betænkn. ang. Jordlodder. Bilagl. bls. 11—12. Norsk Land-
mandsblad. Kristiania 1895. bls. 305—309 og 1896. bls. 570.
2) Betænkn. ang. Jordlodder. Bilsg I. bls. 3—7 og Betánkande
afgifvet af jordbrukslágenhetskomiten. Stockholm. 1892.
Betánk. ang. hemmansklyfning, egostyekning och jordafsond-
ring. Stockh. 1892.