Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 49
Erfðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð.
49
í Danmörku hefur ásíðariárum verið mikið hugs-
að um, hvernig 'ætti að útvega lóðir handa húsmönnum
(verkmönnum) í sveit. Á síðari árum hafa verið borin
upp í ríkisdegi Dana ýms lagafrumvörp þar að lútandi,
án þess að neitt þeirra fengi fylgi þingmanna. Loks voru
samin lög 13. apr. 1894 um, að setja landbúnaðarnefnd
í málið. Stjórnin kaus 12 nefndarmenn, en fólksþingið
og landsþingið sína 5 menn hvert, og mátti segja, að í
þessari 22 manna nefnd væri mannval samankomið og
þar á meðal bæði af bændum og húsmönnum. Nefndin
starfaði í nálega 2 ár, og gaf út mikið og nákvæmt nefnd-
arálit í júlí síðastliðið ár (Betænkning angaaende Til-
vejebringelse af Jordlodder for Landarbejdere, afgiven af
den i Henliold til Loven af 13de April 1894 nedsatte
Landbokommission. Khavn 1896).
í nefndarálitinu er minnst á þýsku lögin um árgjalds-
jarðir, en nefndin getur þess, að það hafi engin ástæða
verið til þess, að taka þessi lög beinlínis til fyrirmyndar,
þar sem í Danmörku sje til líkt fyrirkomulag, og er þar
átt við erfðafestu, sem ekki er frekar minnst á, og því
hefur eigi haft fylgi hjá einum einasta manni í nefndinni.
Nefndin tekur það meira að segja fram, að ef lóð verði
fengin af prestsetursjörð, þá megi ekkileggja álóðina fast
árlegt korngjald, eins og venja sje til, þegar þess konar
jarðir eru seldar.
I nefndinni kom fyrst fram tillaga um, að húsmenn
skyldu fá lóðir til leigu, en gætu þó fengið þær til eign-
ar, ef þeir vildu. J>egar nefndin hafði íhugað þetta,
þótti lienni svo miklir agnúar á þessu fyrirkomulagi, að
hún hætti algjörlega við það, nema hvað einn maður í
nefndinni vildi að húsmenn, sem ekki gætu tekið lóðina
Lögfræðingur I. 1897. A