Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 52
52
IVtll Briem.
Danmörku hafa á erðfafestunni, því að einhverjar ástæður
eru til þess, að orðið «festa» hefur fengið á sig hatur.
Vjer höfum nú farið um allmörg lönd, og sýnist því
vera mál til komið, að hverfa heim aptur til fósturjarð-
arinnar, og athuga hugmyndir manna þar um erfðafest-
una. Verðum vjer þá að taka upp kafla úr nefndaráliti
því, er kom fram á síðasta alþingi, en þar segir svo:
«Meðal annara annmarka við núverandi rekspöl þjóð-
jarðasölunnar eru þeir:
1. að í henni felst engin trygging fyrir því, að andvirði
jarðanna verði föst arðberandi innstæða landssjóðs, og
2. ekki næg trygging fyrir sjálfsábúð á hinum seldu
jörðum,
og eru þessir ókostir þess eðlis, að þjóðjarðasalan getur
ekki, nema hjá þeim verði komist, náð til hlítar þeiin
aðaltilgangi sínum, að efla búnaðarlegar framfarir í land-
inu.
Hjá hinum fyrri annmörkum má auðvitað komast,
með því að hætta algjörlega við þjóðjarðasölu, en það
getum vjer eigi álitið ráðlegt, bæði vegna þess að leigu-
liðabúskapur er svo miklu óvænlegri til búnaðarframfara
en sjálfsábúð, og hins, að hinn mikli umboðskostnaður
og önnur aflöll á eptirgjöldum jarðanna skerða um of
arð landssjóðs af þessum eignum hans.
Hjá þessum vandræðum álítum vjer að mætti kom-
ast að mestu leyti með því, að selja landsjóðsjarðirnar,
ekki fullnaðarsölu, heldur aðeins á erfðafestu, nema því
að eins að sjerstakar ástæður í einstökum tilfellum sjeu
því til fyrirstöðu.
Sala lands á erfðafestu hefur viðgengist hjer á landi,
einkum í Reykjavík og geíist mjög vel. Hefur það sýnt