Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 53
Erfðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð.
53
sig, að lönd þau, er þannig hafa seld verið, hafa þegar
eptir söluna verið kappsamlega ræktuð, þótt almenn leigu-
lönd á sama svæði hafi vanrækt verið og í engu bætt.
Erfðafestusölunni ætti að voru áliti að haga þannig,
að kaupanda fyrir árlegt erfðafestugjald væri afhent jörð-
in til fullkominnar erfðafestueignar, sem feldi í sjer full-
an rjett kaupanda til að selja, veðsetja og ráðstafa eign-
inni á annan hátt innan ákveðinna takmarka, er setja
þyrfti með sjerstökum lögum.
Samkvæmt þessu teljum vjer æskilegt, að frv. til
slíkra laga yrði samið af hálfu stjórnarinnar og lagtfyrir
næsta alþingi, og leyfum oss að taka fram nokkur atriði,
sem auk þess, sem þegar ertekið fram, þyrfti að voru á-
liti að kveða á um.
1. Erfðafestugjaldið sje ákveðið í álnum, og nemi að
minnsta kosti meðaltali eptirgjaldsins fimm síð-
ustu árin.
§. það hvílir um aldur og æfi á jörðinni sem vextir af
óuppsegjanlegu láni með fyrsta veð- og forgangsrjetti
á undan öllum öðrum veðskuldum og eignarböndum.
3. Eindagi erfðafestugjaldsins sje ákveðinn.
4. Erfðafestueigandi missi rjettinn til eignarinnar, ef
þær misfellur eru á meðferð jarðarinnar eður ábúð
á henni, sem útbyggingu valda eptir þeim lögum um
ábúð jarða, er nú gilda eða sett kunna að verða.
Falli eignin þá til landssjóðs aptur.
5. Erfðafestueigandi sje skyldaður til, að svara eður svara
láta öllum opinberum gjöldum af eign sinni lands-
sjóði kostnaðarlaust.
6. Fyrir umsjón af landssjóðs hálfu með ábúð á erfða-