Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 54
54
Páll Briem.
festujörðunum og innheimtu erfðafestugjaldsins sje
leyft að verja allt að 4°/0 af upphæð þess.»‘)
[>að hefir ekki verið lagt til að taka upp eiginlega
erfðafestu eða erfðabygging á þjóðjörðunum, enda mun
þessi erfðafesta varla geta átt vel við hjer á landi. Ef
einhver lmgsaði til þess, að hún yrði tekin upp, þá væri
eðlilegast að taka erfðaábúð þá til fyrirmyndar, sem á sjer
stað í Svíaríki. J>á yrði að lieimta trygging erfðaleiguliða
fyrir gjöldum hans og góðu viðhaldi jarðarinnar, þá yrði
að fá nýjar reglur um erfðarjett til ábúðarinnar, þar sem eitt
barnið hefði forrjett fram yíir hin. En annmarkar eru á þessu.
|>egar ábúðin væri mikilsvirði, og ef til vill ekkert
annað fjemætt í búinu, þá myndi það vekja óánægju,
þegar öll hin börnin væru afskipt. [>að barnið, sem rjett-
inn hefur, getur verið í æsku, en þá verður annaðhvort
að byggja jörðina öðrum á meðan eða fela fjárhaldsmanni
að búa fyrir þess hönd. þ>etta barn verður að vera bóndi,
þó það hafi hæfileika til annars fremur, og þó að það sje
komið í allt aðra stöðu, og ábúðarrjetturinn komi óvænt
þess í hendur, þá verður það að taka eitt af tvennu, ann-
aðhvort að missa rjettinn eða að taka jörðina til áhúðar.
]>egar ekkja giptist aptur, þá heldurhún ábúðarrjettinum,
en myndi það eigi þykja hart, að reka mann kennar burt
af jörðinni við lát hennar, ef hann væri komin á efra
aldur, ef hann hefði alið barnið upp, sem ábúðarrjettinn
hefur o. sv. frv. Eptirlitið á þjóðjörðunum hlýtur að
verða erfiðara, þar sem sá hefur áhúðarrjettinn, sem eftil
vill er óhæfur til þess fyrir ráðleysi eða slark; í slíkum
tilfellum gæti landssjóður beðið tjón, nema því að eins
1) Alþ. tíð. 1895, C. bls 505—506,