Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 55
Erfðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð.
55
að tryggingin væri töluverð, en ef hún væri svo, }iá gæti
erfingi misst ábúðarrjettinn, af því að hann gæti eigi sett
trygginguna.
|>að eru þannig nógir annmarkar við erfðaábúðina,
og ekki mun hún vera í miklu áliti í Svíaríki, fyrst eng-
inn hefir lagt til, að fátæklingum yrði útvegað jarðnæði
á þennan hátt.
Hjer á landi hefir það verið venja, að börnin hafa
fengið að halda ábúð á þjóðjörðum eptir foreldra sína, ef
sjerstakar ástæður hafa eigi mælt á móti því, og jeg hef
eigi heyrt umkvartanir yíir því, að umboðsstjórnin hafi
misbeitt valdi sínu að þessu leyti.
}>essi erfðafesta er heldur eigi tímans barn, og þó að
einhverjir menn hafi kunnað að ímvnda sjer það, þá er
það hreinn og beinn misskilningur.
[>að má segja að stefnur tímans sjeu sjerstaklega
tvær, og eru það, ef svo má að orði kveða, stefna einráð-
unga og stefna fjölráðunga. Einráðungar vilja láta ein-
stakan mann ráða; sumir einráðungar, eins og anarkist-
ar (stjórnleysingar), neita öllu skipulagi, allri stjórn, öll-
um yfirvöldum, öllum eignarrjetti og í heild sinni öllum
lögum, þeir álíta að frelsið sje einhlítt, og ef frelsíð sje
fengið, þá muni koma upp friðarins og fullsælunnar öld.
Fjölráðungar vilja aptur á móti láta takmarka
frelsi einstaklingsins; þeir vilja láta fjöldann ráða, ogláta
það skipulag, sem fjöldinn ákveður, ráða samskiptum og
samfari manna á meðal; þeir mótmæla gagnsemi frelsis-
ins, en hafa skipulag og almennings hag jafnan á vörun-
um. þessum flokki tilheyra sósialistar (fjelægingar) og
kommúnistar (sameigingar); þeir sem ganga lengst í þeim
flokkj neita eignarrjetti einstaklingsins, fjöldinn eða mann-