Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 56
Páll Briem.
56
fjelagið á að eiga allt; þeir neita öllum erfðarjetti ein-
staklingsins, því að ef nokkur ætti nokkuð, þá eru það
eigi börn hans, sem ættu að njóta þess, heldur fjelagið
(þjóðfjelagið). Sumir hafa jafnvel géngið svo langt, að
neita öllu hjónabandi; »konan er sameiginlega kona allra
karlmanna, og karlmaðurinn er sameiginlegur maður allra
kvenna». Og þetta er eigi tóm hugmynd, heldur hafa
menn jafnvel stofnað fjelag í þá átt J).
Hjer á íslandi er þessu allmjög blandað saman, þann-
ig að fjölráðungar kasta einatt yfir sig skikkju frelsisins,
og einráðungar setja skipulag og fjölræði á sinn fána; í
útlöndum á þetta sjer einnig stað, en samt sem áður er
þar miklu hægra að sjá ákveðnar stefnur.
Ef vjer nú hverfum aptur að erfðafestunni, þá eru
fjölráðungar alveg á móti henni. peir vilja að allir þéir,
er á jörðu búa, sjeu leiguliðar, auðvitað eigi leiguliðar
einstakra manna heldur fjelagsins ; mannfjelagið, (ríkið eða
sveitin) á að eiga jarðirnar, og fjöldinn á að setja leigu-
liðunum byggingarskilmálana. peita liefur ljóslega kom-
ið fram í hinni miklu verkmannanefnd, er þingið á Eng-
landi setti, til að gagnskoða verkmannamálið á írlandi, og
sem lauk störfum sínum árið 1894. Sá flokkurinn í
nefndinni, sem tilheyrði fjölráðungum (þ. e. hinir radi-
kölu, sem hjer á landi myndu kallaðir frekjumenn, fram-
faramenn, framsóknarmenn og jafnvel frelsismenn, sem þó
er svo fjarstætt, sem mest má verða) vildi eingöngu, að
verkmenn fengju jarðarbletti á leigu, hefðu leiguJiðaábúð,
en ekki sjálfsábúð “).
1) Nationalökonomisk Tidskrift. Kh. 1874. bls. 401, 1875. bls.
332—333.
2) Betænkn. ang. Jordlodder. Bilag II. bls. 5.