Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 57
Erf'ðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð.
57
[>essi skoðun er farin að ryðja sjer til rúms hjá mörgum,
og eru margir farnir að skoða leiguliðaábúð betri en sjálfs-
ábúð; að minnsta kosti hefur þjóðjarðasala í öðrum löndum
minnkað mjög mikið á síðari árum, og nálega hætt sum-
staðar; hafa menn jafnvel í mörgum löndum byrjað á að
kaupa jarðir handa ríkinu, einkum skóga1 2).
Einráðungar vilja hafa sjálfsábúð manna sem frjáls-
legasta, og telja þeir hana miklu heillavænlegri en leigu-
liðaábúð. Fyrir því eru þeir andstæðir erfðafestunni og
geta eigi fellt sig við þær takmarkanir, þau bönd og ó-
frelsi, sem henni fylgir.
]>að er því samkvæmt stefnu tímans alls eigi spurn-
ing um erfðafestu, heldur um leiguliðaábúð eða frjálslega
sjálfsábúð.
í Norvegi var gjörð tilraun 1821 í líka átt, sem farið
er fram á í nefndarálitinu, er kom fram á síðasta al-
þingi, en Norðmenn hættu algjörlega við þetta um miðja
öldina. Á pýskalandi var erfðaábúð eða erfðafesta fyrr-
um, en smásaman var hætt við hana, svo að hin eldri
erfðafesta er nú mjög fátíð 3). Eins og áður hefur verið
sagt, var gjörð tilraun til þess árið 1890, að innleiða
eins konar erfðafestu, en það varð að breyta stefnunni
næsta ár.
J>að sýnist eigi eðlilegt, að vjer íslendingar tökum
upp það, sem öðrum þjóðum hefur reynst ekki betur en
svo, að þeir hafa hætt við það.
í nefndarálitinu, sem kom fram á síðasta alþingi,
1) C. C. Larsen, Landbrugshistorie. Khavn. 1895. bls. 174,176. V.
Falbe Hansen, Finansvidenskab. Khavn. 1894. I. bls. 27—31.
2) Stöckhardt’s Landswirtscliaftlicher Betrieb in Pacht und
Eigenbesitz. 8. Aufl. Berlin. 1892. bls. 6—7.