Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 59
Erfðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð.
59
um það, hvernig á að tryggja það. að menn sjeu efnaðir,
það verður eigi vel gjört með einföldum lögum. Sala sú
á erfðafestu, er nefndarálitið ræðir um, er sala gegn ár-
gjaldskvöð, og þó að menn eigi að borga árgjaldskvöð
um aldur og æíi, þá er sjálfsábúðin ekkert tryggari fyrir
það.
I>á er nefnt í nefndarálitinu, að erfðafestulönd í
líeykjavík hafi verið kappsamlega ræktuð, þótt leigulönd
á sama svæði hafi vanrækt verið og í engu bætt. En
þetta er ekkert undarlegt. Meðan leiguliðar eigi fá end-
urgjald fyrir jarðabætur, þá er ekki eðlilegt, að þeir hleypi
sjer í afarmikinn kostnað við jarðabætur, sem þeir ef
til vil, fá ekkert fyrir. ltæktun í Reykjavík er ekki vel
sambærileg við jarðabætur í sveit. En úr því að minnst
var á Reykjavík, þá er rjett að minnast á árgjaldskvöðina
í Reykjavík, til þess að sýna hin eðlilegu skilyrði fyrir
árgjaldskvöðum á jörðum.
Eins og mönnum mun kunnugt, er landið rjett í
kringum Reykjavík mjög erfitt til ræktunar. Stórgrýtt
holt, hrjóstrugir melar og óræktarmýrar hafa eigi mikið
verð í sjálfu sjer. [>egar þetta land er selt gegn ár-
gjaldskvöð, þá getur landið varla skemmst. Seljandi þarf
eigi að hafa mikið eptirlit með ræktun og meðferð.
Kaupandi verður hins vegar að reyna að rækta landið, til
þess að hann þurfi eigi að borga árgjaldskvöðina fyrir
ekkert. [>egar hann svo er búinn að rækta landið, þá er
það orðið mikilsvirði, en árgjaldskvöðin er eins og vextir
af lítilli veðskuld, er hvílir á eigninni.
Jarðir í sveitum eru allt öðru vísi, en óræktað land
í kringum Reykjavík, þær hafa ræktuð tún, þeim fylgja
kúgildi, þeim fylgja hús, garðar og margvísleg mannvirki.