Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 60
Páll Briem.
60
Til þess að þær yrðu sambærilegar við landið í kringum
Reykjavík, þá ætti að kaupa þetta fullu verði: allarækt-
unina og öll mannvirki á jörðinni. Síðan mætti leggja
árgjaldskvöðina á jörðina, þá fyrst losast árgjaldstaki við
nákvæmt eptirlit, og árgjaldsláti við óþægilega umsjón..
Eins og áður er umgetið, er árgjaldið í Danmörku mjög
lágt af árgjaldsjörðum (erfðafestujörðum með rjetti til að
seija og veðsetja); kemur það vel heim við fyrirkomu-
lagið í Reykjavík.
Eptir nefndarálitinu á eigi að borga neitt út, lieldur á
árgjaldið að samsvara fullu verði jarðarinnar, og því koma
aunmarkarnir verulega í ljós við þessa árgjaldssölu.
Eptir því sem segir í nefndarálitinu, á árgjaldið að
nema að minnsta kosti meðaltali eptirgjaldsins fimm síð-
ustu árin. þ>ar sem árgjaldið er sem vextir af óuppsegj-
anlegu láni, þá er þetta sama, sem lánað væri út á jarð-
ir allt virðingarverð þeirra. J>ess konar meðferð á fje al-
mennings hefur liingað til verið fyrirboðin, og það er
ekkert í nefndarálitinu, sem getur rjettlætt þess konar
fjármeðferð, að hafa helmingi verri tryggingu fyrir þessu
fje, heldur en venja er til. J>egar þjóðjarðir eru byggðar, þá
er vanalega um fleiri menn að velja, og sá fær ábúðina,
sem ætla má að sitji jörðina vel, og sem útlit er fyrir að
vel geti staðið í skilum; þrátt fyrir þetta þarf að hafa
nákvæmt eptirlit með ábúð þjóðjarðanna. og þegar hörð
ár hafa komið fyrir, hefur landssjóður bæði misst eptir-
gjöld og jafnvel kúgildi og álag. J>egar búið er að selja
jörðina gegn árgjaldskvöð, þá má selja og veðsetja jörð-
ina. Umboðsvaldið getur eigi ráðið því, liver ábúðina
fær; það getur verið einhver efnalaus maður, sem kaupir
árgjaldsjörðina, eða rjettara sagt ábúðarrjettinn, fyrir