Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 64
G4
Páll Briem.
á að álnargjaldið sje eigi heppilegt, og hið sama lýsir sjer
í áliti landbúnaðarnefndarinnar dönsku, þar sem hún var-
ar við að leggja korngjald á húsmannalóðirnar,
}>(!gar álnargjaldið er lagt á, þá verður að hugsa
sjer, að það hvíli á um aldur og æfi, því að, ef menn
geta innleyst það, þá verður sá tíminn notaður til inn-
lausnar, sem óhentugastur er fyrir landssjóð. Ef innlausn
er leyfð, þá má búast við talsverðum afföllum á þjóð-
jörðunum.
Eyrir þessa ókosti er valla ráðlegt, að innleiða álnar-
gjald sem almennan verðmæli í stað peninga, þó að það
hafi að sumu leyti nokkra kosti fram yfir peningaverð-
mælinn.
En svo kemur einnig sú spurning: Hver getur ákveð-
ið, að eitthvað skuli gilda um aldur og æfi? Erfðafestan
er alveg óreyndur hlutur hjer á landi, og er þá eðlilegt
að ákveða, að óreynd og, ef til vill, lítt hugsuð lög skuli gilda
um aldur og æfi?
Svo kemur önnur spurning: Er það heppilegt að
leggja þessi árgjöld á jarðir um aldur og æfi? Jeg svara
þessari spurningu með eindregnu neii.
J>að getur verið mikið skynsamlegt, að hafa þjóðjarðir.
I>að er hægt að bæta kjör leiguliða á þeim og sýna í verk-
inu, hvernig leiguliðaábúð getur verið til fyrirmyndar fyr-
ir aðra. pað er hægt að framkvæma á jörðunum stór-
kostlegar jarðabætur, sem einstakir menn eigi myndu ráð-
'ast í; það er hægt að ganga þar á undan í því, aðkoma
upp jarðarhúsum, sem geta verið öðrum til fyrirmyndar;
það er hægt að gjöra þar tilraunir, sem annars yrðu eigi
framkvæmdar. En allt þetta hverfur, þegar þjóðjarðirnar
eru seldar. j>egar árgjaldið er lagt á, þá eru í raun rjettri