Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 65
Erfðaábúð, sjálfsábúð og leignábúð.
G5
allar spurningar horfnar nema peningaspurningin. þetta
árgjald hvílir þá eins og dauð h ö n d yfir hinum fyrri
þjóðjörðum.
|>að hefir verið talað um, að í Reykjavík hafi verið
lagt árgjald á lóðir. En það er samt sem áður mjög
vafasamt, hvort slíkt er rjett. Fyrir Reykjavík er eins
hægt, að leggja tilsvarandi höfuðstól í Söfnunarsjóðinn,
sem er undir ábyrgð landssjóðsins. J>ess vegna má segja,
að það sje þýðingarlítið fyrir bæinn, að hafa þetta árgjald.
Fyrir lóðareiganda sýnist það eigi betra, að vera fyrir
munað að innleysa árgjaldið, hvað feginn sem hann vildi.
Öll þessi ítök og kvaðir, árgjöld og tollar, sem menn
hafa í margar aldir verið að troða inn á jarðirnar, eru
alls eigi eðlilegar. J>aö hefur verið nóg af slíku hjer á
landi. Fiskitollur, sauðatollur, skæðatollur, ostatollur,
mjólkurtollur, eyristollur o, fl. J>eir hafa eigi verið vin-
sælir.
Vjer þekkjum skoðun manna á Maríu og Pjeturs-
lömbunum og ítökunum, sem jafnvel er svo, að í vetur
hafa verið teknar í eitt dagblað, athugasemdalaust,
meinyrði nm yfirvöldin fyrir það, að lialda fram ítaks-
rjetti landssjóðs.
Jarðartíundin er af öllum fræðimönnum nú á tímum
talin sem gjaldkvöð á jörðunum, en ekki sem skattur
Konungstíundarfrelsið var metið 111400 kr. virði, en af
því að þettafrelsi þótti svo »óeðlilegt og móthverft aldar-
hætti nú á dögumo, þá misstu jarðirnar þetta frelsi
endurgjaldslaust, þegar tíundinni var breytt í ábúðarskatt.1 2)
1) V. Falbe Hansen, Finansvidenskab. I. Kh. 1894. bls. 191.
‘4) Alitsskjal skattamálsnefndarinnar. Rvík. 1877. bls. 18 og 6.
Liigfræðingur I. 1897. &