Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 67
07
Handbók fyrir lireppsnefndarinenn.
Eptir
K1 c m e n s J 6 n s s o n.
I.
Sögulegt yfirlit yfir stjórn hreppanna.
í liinum elstu lögum vorum er hreppaskipting þegar
ákomin, eða hjeruð og sveitir afmarkaðar, er voru fjelag
útaffyrir sig með sjerstakri stjórn. »Löghreppar skulu
vera á landi hjer. En þat er löghreppur, er 20 búendur
eru í eða fieiri, því at eins skulu vera færri, ef lögrjettu-
menn hafa lofat« J). lteyndar var það mjög takmarkað
vald, sem stjórnarmenn þessara hreppa höfðu, því sjálf
hjeraðsstjórnin var í höndum goðanna, en lireppaskipting-
in og hreppastjórnin var líka sjerstaklega gjörð tilþess, að
sjá um fátækramálefni hreppsins. «Landeigendur 5 skulu
vera teknir til........at skipta tíundum manna ok
matgjöfum»1 2), og til þessa áttu samkomur að vera í
hreppum á hverju hausti.3) Aðalstarf þessara fimm
manna, sem kallaðir voru hreppstjórnarmenn, var því að
annast fátækramálefni lireppsins, eða annast framfærslu
1) Grágás Lb. bls. 171, II. bls. 249.
‘4) Sst.
3) Grg. II. bls. 47.