Lögfræðingur - 01.01.1897, Qupperneq 68
68
Klemens Jónsson.
þurfalinga, sama aðalstarfið og við hjelst, þangað til sveit-
arstjðrnartilskipunin kom út; þó hafði þessi hreppaskipt-
ing einnig aðra þýðingu, þannig mátti enginn taka sjer
bólfestu í hreppnum, nema með leyíi hreppsbænda1), og
mátti eigi neita um það leyfi nema af gildum ástæðum.
|>essum sömu reglum er haldið hjer um bil óbreyttum í
Jónsbók. Eptir framfærslubálki, 9. kapítula, áttu löghrepp-
ar að vera eins og til forna, eigi skyMu færri bændur vera
í lirepp en tuttugu; fimm menn skal velja til að liafa
stjórn og forsjá fyrir því, er hreppinn varðar, og að skipta
tíundum, matgjöfum og lielgidagaveiði; þessir hrepps-
stjórnarmenn áttu einnig að annast geldfjárrekstur á vor-
in og fjallgöngur á haustin. |>essi störf, sem þannig voru
ákveðin í hinum gömlu lögum, hvíMu á hreppstjórunum
víða til vorra tíma, en auðvitað bættust vms störf við,
eptir því sem tímar liðu fram, og viðskiptalífið varð
meira, þannig áttu þeir einnig að sjá um hreinlæti og
þrifnað, heilbrigðismálefni, vegabætur, tilsjón með flökk-
urum og lausamönnum, o. s. frv. Aðalverksviðið var þó
eptir sem áður öll fátækramálefni og þau mál, er snertu
sjerstaklega hreppsbændur. Sú breyting varðogmeð tím-
anum, að hreppsstjórnarmenn, eða hreppstjórarnir, eins og
þeir venjulega voru kallaðir, urðu einungis tveir, og að
presturinn sjerstaklega átti að hjálpa og leiðbeina þeim í
ýmsu, svo sem um reikningshald og þess háttar.
II.
Tilorðning sveitarstjórnarlaganna og umræður um
þau á alþingi.
J>egar eptir að alþingi var að nýju endurreist, og á-
1) Sthb. bls. 259.